Frank Rijkaard ætlar að gera nokkrar breytingar á leikmannahópi Barcelona fyrir leikinn gegn Recreativo í kvöld. Eiður Smári Guðjohnsen verður í byrjunarliðinu í kvöld og spilar á miðjunni.
Hann setur hinn unga Bojan á bekkinn og færir Iniesta út á vinstri vænginn samkvæmt heimildum spænskra miðla. Byrjunarlið Barcelona verður því eftirfarandi:
Valdes; Zambrotta, Puyol, Milito, Abidal; Touré, Xavi, Gudjohnsen; Messi, Henry and Iniesta.
Leikurinn verður að sjálfssögðu sýndur beint á Sýn og hefst útsending klukkan 19:00.