Erlent

Ísrealar loka Gaza

Palestínumaður sést hér hamstra bensín vegna tilkynningar Ísraela í morgun.
Palestínumaður sést hér hamstra bensín vegna tilkynningar Ísraela í morgun. MYND/AFP

Ísraelar hafa lokað á alla vöruflutninga til Gaza svæðisins. Hamas samtökin stjórna nú Gaza svæðinu og með þessum aðgerðum eru ísraelsk stjórnsvöld að reyna að einangra Hamas algjörlega. Á sama tíma eru Ísraelar að hefja stuðning við bráðabirgðarstjórn Fatah hreyfingarinnar.

Engu að síður eru þeir að reyna að semja við alþjóðleg hjálparsamtök um að sjá íbúum Gaza fyrir helstu nauðþurftum. Fjölmargir íbúar svæðisins eru háðir alþjóðlegri matvælaaðstoð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×