Álver fylgi ódýrri orku Guðjón Helgason skrifar 9. júlí 2007 18:45 Forstjóri álfyrirtækisins Alcoa segir nauðsynlegt að byggja áttatíu ný álver víða um heim næstu árin til að svara aukinni eftirspurn eftir áli. Hann spáir því að álverum víða í Evrópu og Norður-Ameríu verði lokað og önnur byggð á Íslandi og annars staðar þar sem ódýra orku sé að fá. Þetta segir Alain Belda, forstjóri Alcoa, í viðtali við fréttavef Bloomberg í dag. Fjallað er um mögulega fjandsamlega yfirtöku Alcoa á Alcan. Með samruna myndi Belda ráða yfir tuttugu prósentum af alþjóðlega álmarkaðnum. Fyrirtækið yrði þá í enn sterkari stöðu þegar kæmi að samkeppni um verkefni á Íslandi og annars staðar í heiminum. Alcoa birtir afkomu tölur fyrir fyrri helming ársins við lokun markaða í Bandaríkjunum í kvöld og hefur verð á bréfum hækkað um hálft prósent í dag en góðri afkomu er spáð. Í viðtalinu spáir Belda því að eftirspurn eftir áli eigi enn eftir að aukast og telur því þörf á að byggja minnst áttatíu ný álver á næstu árum. Á fyrstu fjórum árum hafi vantað sextíu og tvö þúsund tonn upp á að framleiðslan svaraði eftirspurn sem þá var um tólf komma tvær milljónir tonna. Belda segir áform uppi hjá álfyrirtækjum um að loka mörgum álverum víða í Evrópu og Norður-Ameríku en það verði gert vegna hækkandi orkuverðs. Þá verði framleiðslan færð til ríkja á borð við Ísland þar sem ódýra orku sé að fá. Hann segir samkeppni nú mikla um svæði þar sem hægt verði að byggja ný álver. Fyrr á þessu ári hafi Grænlendingar valið að fá Alcoa frekar en Norsk Hydro til að byggja eitt álver og minnst fjórar vatnsaflsvirkjanir eftir harða baráttu fyrirtækjanna í milli. Ýmis áform eru uppi um álver á Íslandi. Stækkunin í Straumsvík er rædd, Kelisnes er í umræðunni, Helguvíkurálver á teikniborðinu og Húsavíkurálver Alcoa í farvatninu. En á meðan eftirspurn eftir áli er rædd meðal stjórnenda mótmæla andstæðingar í Reykjavík næstu daga en halda svo austur á land til að láta í sér heyra. Erlent Fréttir Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Forstjóri álfyrirtækisins Alcoa segir nauðsynlegt að byggja áttatíu ný álver víða um heim næstu árin til að svara aukinni eftirspurn eftir áli. Hann spáir því að álverum víða í Evrópu og Norður-Ameríu verði lokað og önnur byggð á Íslandi og annars staðar þar sem ódýra orku sé að fá. Þetta segir Alain Belda, forstjóri Alcoa, í viðtali við fréttavef Bloomberg í dag. Fjallað er um mögulega fjandsamlega yfirtöku Alcoa á Alcan. Með samruna myndi Belda ráða yfir tuttugu prósentum af alþjóðlega álmarkaðnum. Fyrirtækið yrði þá í enn sterkari stöðu þegar kæmi að samkeppni um verkefni á Íslandi og annars staðar í heiminum. Alcoa birtir afkomu tölur fyrir fyrri helming ársins við lokun markaða í Bandaríkjunum í kvöld og hefur verð á bréfum hækkað um hálft prósent í dag en góðri afkomu er spáð. Í viðtalinu spáir Belda því að eftirspurn eftir áli eigi enn eftir að aukast og telur því þörf á að byggja minnst áttatíu ný álver á næstu árum. Á fyrstu fjórum árum hafi vantað sextíu og tvö þúsund tonn upp á að framleiðslan svaraði eftirspurn sem þá var um tólf komma tvær milljónir tonna. Belda segir áform uppi hjá álfyrirtækjum um að loka mörgum álverum víða í Evrópu og Norður-Ameríku en það verði gert vegna hækkandi orkuverðs. Þá verði framleiðslan færð til ríkja á borð við Ísland þar sem ódýra orku sé að fá. Hann segir samkeppni nú mikla um svæði þar sem hægt verði að byggja ný álver. Fyrr á þessu ári hafi Grænlendingar valið að fá Alcoa frekar en Norsk Hydro til að byggja eitt álver og minnst fjórar vatnsaflsvirkjanir eftir harða baráttu fyrirtækjanna í milli. Ýmis áform eru uppi um álver á Íslandi. Stækkunin í Straumsvík er rædd, Kelisnes er í umræðunni, Helguvíkurálver á teikniborðinu og Húsavíkurálver Alcoa í farvatninu. En á meðan eftirspurn eftir áli er rædd meðal stjórnenda mótmæla andstæðingar í Reykjavík næstu daga en halda svo austur á land til að láta í sér heyra.
Erlent Fréttir Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira