Álver fylgi ódýrri orku Guðjón Helgason skrifar 9. júlí 2007 18:45 Forstjóri álfyrirtækisins Alcoa segir nauðsynlegt að byggja áttatíu ný álver víða um heim næstu árin til að svara aukinni eftirspurn eftir áli. Hann spáir því að álverum víða í Evrópu og Norður-Ameríu verði lokað og önnur byggð á Íslandi og annars staðar þar sem ódýra orku sé að fá. Þetta segir Alain Belda, forstjóri Alcoa, í viðtali við fréttavef Bloomberg í dag. Fjallað er um mögulega fjandsamlega yfirtöku Alcoa á Alcan. Með samruna myndi Belda ráða yfir tuttugu prósentum af alþjóðlega álmarkaðnum. Fyrirtækið yrði þá í enn sterkari stöðu þegar kæmi að samkeppni um verkefni á Íslandi og annars staðar í heiminum. Alcoa birtir afkomu tölur fyrir fyrri helming ársins við lokun markaða í Bandaríkjunum í kvöld og hefur verð á bréfum hækkað um hálft prósent í dag en góðri afkomu er spáð. Í viðtalinu spáir Belda því að eftirspurn eftir áli eigi enn eftir að aukast og telur því þörf á að byggja minnst áttatíu ný álver á næstu árum. Á fyrstu fjórum árum hafi vantað sextíu og tvö þúsund tonn upp á að framleiðslan svaraði eftirspurn sem þá var um tólf komma tvær milljónir tonna. Belda segir áform uppi hjá álfyrirtækjum um að loka mörgum álverum víða í Evrópu og Norður-Ameríku en það verði gert vegna hækkandi orkuverðs. Þá verði framleiðslan færð til ríkja á borð við Ísland þar sem ódýra orku sé að fá. Hann segir samkeppni nú mikla um svæði þar sem hægt verði að byggja ný álver. Fyrr á þessu ári hafi Grænlendingar valið að fá Alcoa frekar en Norsk Hydro til að byggja eitt álver og minnst fjórar vatnsaflsvirkjanir eftir harða baráttu fyrirtækjanna í milli. Ýmis áform eru uppi um álver á Íslandi. Stækkunin í Straumsvík er rædd, Kelisnes er í umræðunni, Helguvíkurálver á teikniborðinu og Húsavíkurálver Alcoa í farvatninu. En á meðan eftirspurn eftir áli er rædd meðal stjórnenda mótmæla andstæðingar í Reykjavík næstu daga en halda svo austur á land til að láta í sér heyra. Erlent Fréttir Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Sjá meira
Forstjóri álfyrirtækisins Alcoa segir nauðsynlegt að byggja áttatíu ný álver víða um heim næstu árin til að svara aukinni eftirspurn eftir áli. Hann spáir því að álverum víða í Evrópu og Norður-Ameríu verði lokað og önnur byggð á Íslandi og annars staðar þar sem ódýra orku sé að fá. Þetta segir Alain Belda, forstjóri Alcoa, í viðtali við fréttavef Bloomberg í dag. Fjallað er um mögulega fjandsamlega yfirtöku Alcoa á Alcan. Með samruna myndi Belda ráða yfir tuttugu prósentum af alþjóðlega álmarkaðnum. Fyrirtækið yrði þá í enn sterkari stöðu þegar kæmi að samkeppni um verkefni á Íslandi og annars staðar í heiminum. Alcoa birtir afkomu tölur fyrir fyrri helming ársins við lokun markaða í Bandaríkjunum í kvöld og hefur verð á bréfum hækkað um hálft prósent í dag en góðri afkomu er spáð. Í viðtalinu spáir Belda því að eftirspurn eftir áli eigi enn eftir að aukast og telur því þörf á að byggja minnst áttatíu ný álver á næstu árum. Á fyrstu fjórum árum hafi vantað sextíu og tvö þúsund tonn upp á að framleiðslan svaraði eftirspurn sem þá var um tólf komma tvær milljónir tonna. Belda segir áform uppi hjá álfyrirtækjum um að loka mörgum álverum víða í Evrópu og Norður-Ameríku en það verði gert vegna hækkandi orkuverðs. Þá verði framleiðslan færð til ríkja á borð við Ísland þar sem ódýra orku sé að fá. Hann segir samkeppni nú mikla um svæði þar sem hægt verði að byggja ný álver. Fyrr á þessu ári hafi Grænlendingar valið að fá Alcoa frekar en Norsk Hydro til að byggja eitt álver og minnst fjórar vatnsaflsvirkjanir eftir harða baráttu fyrirtækjanna í milli. Ýmis áform eru uppi um álver á Íslandi. Stækkunin í Straumsvík er rædd, Kelisnes er í umræðunni, Helguvíkurálver á teikniborðinu og Húsavíkurálver Alcoa í farvatninu. En á meðan eftirspurn eftir áli er rædd meðal stjórnenda mótmæla andstæðingar í Reykjavík næstu daga en halda svo austur á land til að láta í sér heyra.
Erlent Fréttir Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent