Erlent

Vilja viðræður við mótmælendur í Búrma

Leiðtogar á vesturlöndum hafa dreyft uppkasti að yfirlýsingu innan Sameinuðu þjóðanna þar sem ofbeldi og kúgun herstjórnarinnar í Búrma gegn mótmælendum í landinu er fordæmd. Bandaríkin Frakkland og Bretland hafa farið fram á að viðræður við leiðtoga mótmælendanna hefjist tafarlaust.

Bandaríkin lögðu einnig til að viðskiptaþvinganir yrðu hertar gegn landinu. Kínverjar hafa ítrekað að slíkar þvinganir muni einungis leiða til átaka. Á sama tíma skipuleggja mannréttindarsamtök alþjóðlegan dag til stuðnings mótmælendum í Búrma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×