Fótbolti

Ekki viss um að Nani standi sig

MYND/AFP
Einn helst útsendari Chelsea, Piet de Visser, sagði í dag að hann væri ekki viss um að nýji leikmaður Manchester United, Nani, væri nógu góður til þess að standa sig í ensku úrvalsdeildinni.

Roman Abramovich réði De Visser og hann mælti síðan með Jon Obi Mikel, sem hefur staðið sig frábærlega með Chelsea. De Visser segir að þó svo Nani sé með frábæra tækni þá sýni hann sig of mikið. Hann hangi of mikið á boltanum og gefi misgóðar fyrirgjafir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×