Friðarverðlaunahafi forseti Ísraels, en óöldin heldur áfram Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 13. júní 2007 19:00 Enginn endir virðist á óöldinni í miðausturlöndum. Sautján létust á Gasa í dag og tíu í Beirút í bardögum og sprengjutilræðum. En maðurinn sem hlaut friðarverðlaun Nóbels fyrir þátt sinn í friðarferli sem kvað á um brotthvarf Ísraelshers frá Gaza, er nú öruggur með að verða næsti forseti Ísraels. Í það minnsta sautján létust í bardögum á Gasa svæðinu þegar byssubardagar geisuðu þar í dag. Erkifjendur Hamas og Fatah hreyfinganna hafa barist í Rafah um yfirráð yfir öryggissvæðum síðan á laugardag. Sextíu manns hafa látist á síðustu viku. Byssubardagar hafa einnig brotist út í bænum Nablus á norðurhluta Gasa. Mahmoud Abbas forseti Palestínu segir ástandið geðveikislegt og varaði við því að áframhaldandi ofbeldi gæti orðið héraðinu að falli. Líbanski þingmaðurinn Walid Eido lést í sprengjutilræði í Beirút í dag. Níu aðrir létust í tilræðinu sem framið var á hafnarsvæði þar sem meirihluti íbúa eru múslimar. Tvær vikur eru liðnar síðan öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ákvað að setja upp sérstakan dómstól til að rannsaka dauða fyrrum forsætisráðherrans Rafik Hariri, sem lést í sprengjutilræði í höfuðborginni árið 2005. Shimon Peres er öruggur um að verða næsti forseti Ísraels eftir að tveir aðrir frambjóðendur til embættisins drógu sig í hlé í dag. ísraelska þingið velur forseta landsins sem er valdalítill en hefur mikil áhrif. Shimon Peres er 84 ára gamall og á að baki langan feril í ísraelskum stjórnmálum. Árið 1994 hlaut hann friðarverðlaun Nóbels ásamt þeim Yitzhak Rabin og Yasser Arafat, fyrir þátt sinn í Oslóar samkomulaginu. Peres hefur löngum verið öflugur talsmaður friðar og samkomulags við Palestínumenn. Erlent Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Sjá meira
Enginn endir virðist á óöldinni í miðausturlöndum. Sautján létust á Gasa í dag og tíu í Beirút í bardögum og sprengjutilræðum. En maðurinn sem hlaut friðarverðlaun Nóbels fyrir þátt sinn í friðarferli sem kvað á um brotthvarf Ísraelshers frá Gaza, er nú öruggur með að verða næsti forseti Ísraels. Í það minnsta sautján létust í bardögum á Gasa svæðinu þegar byssubardagar geisuðu þar í dag. Erkifjendur Hamas og Fatah hreyfinganna hafa barist í Rafah um yfirráð yfir öryggissvæðum síðan á laugardag. Sextíu manns hafa látist á síðustu viku. Byssubardagar hafa einnig brotist út í bænum Nablus á norðurhluta Gasa. Mahmoud Abbas forseti Palestínu segir ástandið geðveikislegt og varaði við því að áframhaldandi ofbeldi gæti orðið héraðinu að falli. Líbanski þingmaðurinn Walid Eido lést í sprengjutilræði í Beirút í dag. Níu aðrir létust í tilræðinu sem framið var á hafnarsvæði þar sem meirihluti íbúa eru múslimar. Tvær vikur eru liðnar síðan öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ákvað að setja upp sérstakan dómstól til að rannsaka dauða fyrrum forsætisráðherrans Rafik Hariri, sem lést í sprengjutilræði í höfuðborginni árið 2005. Shimon Peres er öruggur um að verða næsti forseti Ísraels eftir að tveir aðrir frambjóðendur til embættisins drógu sig í hlé í dag. ísraelska þingið velur forseta landsins sem er valdalítill en hefur mikil áhrif. Shimon Peres er 84 ára gamall og á að baki langan feril í ísraelskum stjórnmálum. Árið 1994 hlaut hann friðarverðlaun Nóbels ásamt þeim Yitzhak Rabin og Yasser Arafat, fyrir þátt sinn í Oslóar samkomulaginu. Peres hefur löngum verið öflugur talsmaður friðar og samkomulags við Palestínumenn.
Erlent Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Sjá meira