Heyrnarlausir geta loks talað í gemsa Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 3. september 2007 18:45 Samfélag heyrnarlausra á Stór-Reykjavíkursvæðinu á líklega eftir að liggja í gemsanum næstu dagana. Arnar Ægisson segir að samskiptin við eiginkonuna eigi eftir að batna til muna frá og með morgundeginum. Arnar Ægisson er 27 ára gamall, faðir tveggja ára dóttur og starfsmaður á bílaverkstæði Heklu. Venjulegur ungur maður - nema að hann hefur eingöngu getað notað gemsann til að senda eiginkonu sinni, ættingjum og vinum SMS. En - frá og með klukkan níu í fyrramálið getur hann talað við konuna sína í gemsann. "Þegar við erum bæði komin með þessa síma, þá breytist heilmikið. Samskiptin verða miklu styttri, við getum talað beint saman á táknmáli og er mjög fljótlegt. Þetta verður miklu einfaldara með þriðju kynslóðinni," segir Arnar. Hann er ekki hræddur að launin étist upp í símakostnað, en myndsímtöl eru töluvert dýrari en talsímtöl. "Nei, nei, nei. Mér finnst mikilvægast að geta átt samskipti. Kostnaðurinn er seinni tíma vandamál." Rætt hefur verið um þriðju kynslóðar gemsa í áraraðir en það er sum sé ekki fyrr en á morgun sem þessi tækni kemst í gagnið hér á Íslandi - og þá eingöngu á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Um sjö þúsund 3. kynslóðar símar eru hér á landi en meginkostur tækninnar er að hún flytur meiri gögn hraðar en hingað til. Sem þýðir að hægt er að horfa á sjónvarpið í gemsanum - og tala við fólk í mynd. Það getur nýst við ýmsar aðstæður. "Þú getur til dæmis beint símanum að mótornum á bílnum þínum og þá er einhver sem getur sagt þér hvað þú átt að gera." Fréttir Innlent Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
Samfélag heyrnarlausra á Stór-Reykjavíkursvæðinu á líklega eftir að liggja í gemsanum næstu dagana. Arnar Ægisson segir að samskiptin við eiginkonuna eigi eftir að batna til muna frá og með morgundeginum. Arnar Ægisson er 27 ára gamall, faðir tveggja ára dóttur og starfsmaður á bílaverkstæði Heklu. Venjulegur ungur maður - nema að hann hefur eingöngu getað notað gemsann til að senda eiginkonu sinni, ættingjum og vinum SMS. En - frá og með klukkan níu í fyrramálið getur hann talað við konuna sína í gemsann. "Þegar við erum bæði komin með þessa síma, þá breytist heilmikið. Samskiptin verða miklu styttri, við getum talað beint saman á táknmáli og er mjög fljótlegt. Þetta verður miklu einfaldara með þriðju kynslóðinni," segir Arnar. Hann er ekki hræddur að launin étist upp í símakostnað, en myndsímtöl eru töluvert dýrari en talsímtöl. "Nei, nei, nei. Mér finnst mikilvægast að geta átt samskipti. Kostnaðurinn er seinni tíma vandamál." Rætt hefur verið um þriðju kynslóðar gemsa í áraraðir en það er sum sé ekki fyrr en á morgun sem þessi tækni kemst í gagnið hér á Íslandi - og þá eingöngu á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Um sjö þúsund 3. kynslóðar símar eru hér á landi en meginkostur tækninnar er að hún flytur meiri gögn hraðar en hingað til. Sem þýðir að hægt er að horfa á sjónvarpið í gemsanum - og tala við fólk í mynd. Það getur nýst við ýmsar aðstæður. "Þú getur til dæmis beint símanum að mótornum á bílnum þínum og þá er einhver sem getur sagt þér hvað þú átt að gera."
Fréttir Innlent Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira