Enski boltinn

Myndaveisla: Svipmyndir frá leikjum helgarinnar

Það var nóg um að vera í leikjum helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Vísir tók saman nokkrar af skemmtilegustu ljósmyndunum frá leikjunum og þú getur skoðað þær með því að smella á myndaalbúmið hér fyrir neðan.
Clint Dempsey, leikmaður Fulham, hamrar boltann í netið hjá Paul Robinson, markmanni Tottenham, um helgina.
David James kemur engum vörnum við þegar Cesc Fabregas laumar boltanum í netið fyrir Arsenal gegn Portsmouth.
Tim Howard í kröppum dansi í leik Everton gegn Bolton.
José Mourinho áhyggjufullur yfir gangi mála í leik Chelsea og Aston Villa.
Áhorfendur í Kop stúkunni á Anfield eru með þeim hörðustu í úrvalsdeildinni. Þeir buðu upp á þennan forláta fána um helgina.
Loksins! Michael Owen skorar fyrir Newcastle og tryggir sínum mönnum sigur á Birmingham.
Roque Santa Cruz virðist undrandi á rauða spjaldinu sem Tugay var sýnt í leik Manchester City og Blackburn. David Dunne er hinn rólegati en hann fékk rauða spjaldið skömmu síðar.
Tomas Rosicky var pollrólegur eftir að hann skoraði fyrir Arsenal um helgina.
Blessaður gamle ven. Ole Gunnar Solskær kvaddi Old Trafford um helgina. Hann notaði tækifærið og kastaði kveðju á sinn gamla félaga, Dwight Yorke, í leiðinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×