Efndir um lóðir eða kokgleyping kosningaloforða? 28. apríl 2007 18:32 Sjálfstæðismenn eru að kokgleypa kosningaloforð sitt um ódýrar lóðir fyrir alla, með því að bjóða einbýlishúsalóðir á ellefu milljónir króna, segir oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn. Aldeilis ekki, segir formaður skipulagsnefndar, þetta er kostnaðarverð og framboðið verður nægt til að svara eftirspurn: 1500 íbúðir á ári hið minnsta. Borgarstjórnarmeirihluti kynnti í gær áætlun um úthlutun lóða í borginni næstu árin. Úthlutað verður þrisvar á ári, samtals um 500 íbúðum í miðborginni og nágrenni. Að minnsta kosti eitt þúsund lóðum í nýjum hverfum. Hægt er að skoða hvaða svæði þetta eru og sækja um á vefnum. Lóðirnar í nýju hverfunum verða á föstu verði, 11 milljónir króna fyrir einbýlishúsalóð, sjö og hálf milljón fyrir lóð undir raðhús eða parhús og fjórar og hálf milljón á hverja íbúð í fjölbýli. Í febrúar 2005 sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, núverandi borgarstjóri að uppboðsleið Reykjavíkurlistans hefði sprengt upp lóðaverð, sem sæist best á því að verð á íbúð í fjölbýli væri 2,7 milljónir króna, á meðan gatnagerðargjöldin væru 500.000 og einbýlishúsalóðirnar hefðu farið á 6,3 milljónir meðan gatnagerðargjöldin væru 3,1 milljón. Fyrir borgarstjórnarkosningarnar í fyrra sagði Vilhjálmur að fyrsta verk sjálfstæðismanna í borgarstjórn yrði að tryggja nægt lóðaframboð og lækka söluverð lóða til samræmis við kostnað borgarinnar við gerð nýrra byggingarsvæða. Hanna Birna Kristjánsdóttir formaður Skipulagsráðs segir þetta vera kostnaðarverð. Verðið sé lægra en í nágrannasveitarfélögunum og endurspegli kostnaðinn við að byggja upp nýtt hverfi. Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn segir að sjálfstæðismenn séu með þessu að kokgleypa kosningaloforð um ódýrar lóðir fyrir alla. Þeir skuldi kjósendum skýringar. Innlent Kosningar 2007 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Sjálfstæðismenn eru að kokgleypa kosningaloforð sitt um ódýrar lóðir fyrir alla, með því að bjóða einbýlishúsalóðir á ellefu milljónir króna, segir oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn. Aldeilis ekki, segir formaður skipulagsnefndar, þetta er kostnaðarverð og framboðið verður nægt til að svara eftirspurn: 1500 íbúðir á ári hið minnsta. Borgarstjórnarmeirihluti kynnti í gær áætlun um úthlutun lóða í borginni næstu árin. Úthlutað verður þrisvar á ári, samtals um 500 íbúðum í miðborginni og nágrenni. Að minnsta kosti eitt þúsund lóðum í nýjum hverfum. Hægt er að skoða hvaða svæði þetta eru og sækja um á vefnum. Lóðirnar í nýju hverfunum verða á föstu verði, 11 milljónir króna fyrir einbýlishúsalóð, sjö og hálf milljón fyrir lóð undir raðhús eða parhús og fjórar og hálf milljón á hverja íbúð í fjölbýli. Í febrúar 2005 sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, núverandi borgarstjóri að uppboðsleið Reykjavíkurlistans hefði sprengt upp lóðaverð, sem sæist best á því að verð á íbúð í fjölbýli væri 2,7 milljónir króna, á meðan gatnagerðargjöldin væru 500.000 og einbýlishúsalóðirnar hefðu farið á 6,3 milljónir meðan gatnagerðargjöldin væru 3,1 milljón. Fyrir borgarstjórnarkosningarnar í fyrra sagði Vilhjálmur að fyrsta verk sjálfstæðismanna í borgarstjórn yrði að tryggja nægt lóðaframboð og lækka söluverð lóða til samræmis við kostnað borgarinnar við gerð nýrra byggingarsvæða. Hanna Birna Kristjánsdóttir formaður Skipulagsráðs segir þetta vera kostnaðarverð. Verðið sé lægra en í nágrannasveitarfélögunum og endurspegli kostnaðinn við að byggja upp nýtt hverfi. Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn segir að sjálfstæðismenn séu með þessu að kokgleypa kosningaloforð um ódýrar lóðir fyrir alla. Þeir skuldi kjósendum skýringar.
Innlent Kosningar 2007 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira