Grunnvatnsmarflær frumbyggjar Íslands 21. júlí 2007 00:01 Vísindamenn fundu grunnvatnsmarfló sem fékk latneska heitið Crymostygius thingvallensis árið 1998, en nú er ljóst að hún og önnur marfló sömu ættar eru þær lífverur sem lengst hafa búið hér á landi. Mynd/Þorkell Heiðarsson Tvær tegundir marflóa sem lifa í grunnvatni hafa lifað hér á landi lengst allra dýrategunda sem vitað er um. Þetta eru jafnframt einu lífverurnar sem finnast hérlendis en hvergi annars staðar í heiminum, en þær virðast aðallega lifa í uppsprettum og neðanjarðarlindum. Þeir Bjarni K. Kristjánsson, dósent í þróunarvistfræði við Hólaskóla, og Jörundur Svavarsson, prófessor í sjávarlíffræði við Háskóla Íslands, skrifuðu grein um þessa elstu frumbyggja landsis sem mun birtast í ágústhefti hins virta vísindarits American Naturalist. Bjarni fann fyrri tegundina í Þingvallavatni árið 1998. Hún fékk latneska heitið Crymostygius thingvallensis, og er því nefnd eftir fundarstaðnum. Síðari tegundin fannst nokkru síðar, árið 2001, einnig í Þingvallavatni. „Ég rannsaka aðallega fiska og var að leita að hornsílum, en fann þessi kvikindi fyrir tilviljun,“ segir Bjarni. Tilviljunin hefur svo heldur betur undið upp á sig. „Þarna erum við að sjá lífverur sem eru að kalla má innlendar, sem finnast bara hér á landi, en á Íslandi eru engar aðrar innlendar lífverur,“ segir Bjarni. Á veiðum Bjarni K. Kristjánsson fann tvær tegundir marflóa í Þingvallavatni sem finnast hvergi utan Íslands. Það sem þykir þó merkilegra en það er að þarna er um nýja ætt marflóa að ræða, sem hefur líklega tekið milljónir ára til að þróast frá næsta ættingja. Bjarni segir þar skjóta skökku við þar sem áður hafi verið talið að síðasta ísöld hefði útrýmt öllum lífverum stærri en bakteríum hér á landi fyrir tíu þúsund árum. Nú hafa Bjarni og Jörundur sett fram þá kenningu að skýringar á þessu séu þær að marflærnar hafi lifað ísöldina af. Tegundin gæti mögulega verið um 40 milljón ára gömul, frá þeim jarðsögulega tíma þegar grunnvatn frá Grænlandi blandaðist síðast grunnvatni sem svo barst til Íslands. Sé kenning íslensku vísindamannanna rétt hafa þeir fyrstir manna sýnt fram á að lífverur stærri en bakteríur hafi lifað af undir jökulhellu ísaldarinnar. Bjarni segir það líklega tengjast jarðhitanum, þessir íslensku frumbyggjar hafi væntanlega lifað af í grunnvatninu vegna hitainnstreymis neðanjarðar. Bjarni telur nær útilokað að marflærnar hafi borist hingað eftir ísöldina. Tegundin hafi hvergi annars staðar fundist, lifi aðeins í ferskvatni, dreifi afar hægt úr sér, og geti ekki borist lifandi með fuglum. Tíminn sem liðinn sé frá ísöldinni sé einnig of skammur til þess að ný ætt lífvera þróist. Vísindi Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Sjá meira
Tvær tegundir marflóa sem lifa í grunnvatni hafa lifað hér á landi lengst allra dýrategunda sem vitað er um. Þetta eru jafnframt einu lífverurnar sem finnast hérlendis en hvergi annars staðar í heiminum, en þær virðast aðallega lifa í uppsprettum og neðanjarðarlindum. Þeir Bjarni K. Kristjánsson, dósent í þróunarvistfræði við Hólaskóla, og Jörundur Svavarsson, prófessor í sjávarlíffræði við Háskóla Íslands, skrifuðu grein um þessa elstu frumbyggja landsis sem mun birtast í ágústhefti hins virta vísindarits American Naturalist. Bjarni fann fyrri tegundina í Þingvallavatni árið 1998. Hún fékk latneska heitið Crymostygius thingvallensis, og er því nefnd eftir fundarstaðnum. Síðari tegundin fannst nokkru síðar, árið 2001, einnig í Þingvallavatni. „Ég rannsaka aðallega fiska og var að leita að hornsílum, en fann þessi kvikindi fyrir tilviljun,“ segir Bjarni. Tilviljunin hefur svo heldur betur undið upp á sig. „Þarna erum við að sjá lífverur sem eru að kalla má innlendar, sem finnast bara hér á landi, en á Íslandi eru engar aðrar innlendar lífverur,“ segir Bjarni. Á veiðum Bjarni K. Kristjánsson fann tvær tegundir marflóa í Þingvallavatni sem finnast hvergi utan Íslands. Það sem þykir þó merkilegra en það er að þarna er um nýja ætt marflóa að ræða, sem hefur líklega tekið milljónir ára til að þróast frá næsta ættingja. Bjarni segir þar skjóta skökku við þar sem áður hafi verið talið að síðasta ísöld hefði útrýmt öllum lífverum stærri en bakteríum hér á landi fyrir tíu þúsund árum. Nú hafa Bjarni og Jörundur sett fram þá kenningu að skýringar á þessu séu þær að marflærnar hafi lifað ísöldina af. Tegundin gæti mögulega verið um 40 milljón ára gömul, frá þeim jarðsögulega tíma þegar grunnvatn frá Grænlandi blandaðist síðast grunnvatni sem svo barst til Íslands. Sé kenning íslensku vísindamannanna rétt hafa þeir fyrstir manna sýnt fram á að lífverur stærri en bakteríur hafi lifað af undir jökulhellu ísaldarinnar. Bjarni segir það líklega tengjast jarðhitanum, þessir íslensku frumbyggjar hafi væntanlega lifað af í grunnvatninu vegna hitainnstreymis neðanjarðar. Bjarni telur nær útilokað að marflærnar hafi borist hingað eftir ísöldina. Tegundin hafi hvergi annars staðar fundist, lifi aðeins í ferskvatni, dreifi afar hægt úr sér, og geti ekki borist lifandi með fuglum. Tíminn sem liðinn sé frá ísöldinni sé einnig of skammur til þess að ný ætt lífvera þróist.
Vísindi Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Sjá meira