Innlent

Tuttugu manns úr Byrginu á götunni og í fíkniefnaneyslu

Sveinn Magnússon
Sveinn Magnússon

félagsmál „Vímuefna- og áfengisneysla í þessu óhófi er geðröskun. Hvort sem það er orsök eða afleiðing viðkomandi manneskju kemur málinu bara ekkert við,“ segir Sveinn Magnússon, framkvæmdastjóri Geðhjálpar.



Mál heimilislausra með geðfötlun eru í ólestri að mati Sveins en hann segir að félagsmálayfirvöld og heilbrigðisyfirvöld verði að samræma aðgerðir sínar í þessum málum. „Ég er með sjötíu og sjö manns á skrá hjá mér yfir heimilislausa einstaklinga og sá listi er ekki tæmandi.

Aðstæður þessa fólks eru vægt til orða tekið skelfilegar. Stórhluti þess á við vímuefnavanda að stríða og það ergilegasta er að hluti af fólkinu er ítrekað búið að lýsa því yfir að það vilji stuðning en höndlar ekki sjúkdómsins vegna að halda sér frá vímuefnum.“



Hann segir tuttugu manns vera á götunni og í neyslu af þeim þrjátíu og einum sem voru í Byrginu þegar því var lokað. „Hinir eru í húsaskjóli hjá vinum og kunningjum og það er auðvitað húsnæðisleysi út af fyrir sig.“

Sveinn hvetur yfirvöld til að setjast niður og fara vandlega yfir stöðuna en með réttum aðgerðum telur hann vandamálið ekki óyfirstíganlegt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×