Stefán til Bröndby í vikunni 3. júlí 2007 00:01 fréttablaðið/scanpix Allar líkur eru á því að Stefán Gíslason, leikmaður Lyn í Noregi, gangi til liðs við danska úrvalsdeildarliðið Bröndby á allra næstu dögum, jafnvel í þessari viku. Lyn hefur þegar staðfest kauptilboð Bröndby eftir því sem Arnór Guðjohnsen, umboðsmaður Stefáns, sagði við Fréttablaðið í gær. Stefán kom hingað til lands í frí í gær og hafði þá sjálfur ekki heyrt í forráðamönnum Lyn um söluna. „Ef gengið verður frá því í dag eða á morgun getur það vel farið svo að ég gangi frá mínum málum jafnvel í þessari viku,“ sagði hann. „Mér líst auðvitað afskaplega vel á Bröndby og væri spenntur fyrir því að fara þangað.“ Það eru því allar líkur á því að Stefán hafi leikið sinn síðasta leik með Lyn en hann hefur leikið með félaginu í tvö ár. Hann hefur þótt skara fram úr á þessu tímabili og er meðal hæstu leikmanna deildarinnar í einkunnagjöf norsku fjölmiðlanna. Stefán skoraði eftirminnilega þrennu í ótrúlegum 6-0 sigurleik á Brann í síðasta mánuði en Brann var þá á toppi deildarinnar. Lyn vann Start á útivelli um helgina, 1-0, og er í fimmta sæti deildarinnar sem stendur, sjö stigum á eftir toppliði Stabæk. Stefán lék ekki með Lyn í leiknum þar sem hann var í leikbanni. Fram að því hafði hann leikið alla leiki Lyn í deildinni, ávallt í byrjunarliði. Samingur Stefáns við Lyn rennur út í lok leiktíðar en félagið ákvað frekar að selja hann nú í stað þess að hann færi frítt frá því í lok leiktíðar. Danskir miðlar greindu frá því í síðustu viku að kaupverðið væri um 110 milljónir króna en Arnór sagði það vera ýkta tölu. - esá Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Fleiri fréttir Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Sjá meira
Allar líkur eru á því að Stefán Gíslason, leikmaður Lyn í Noregi, gangi til liðs við danska úrvalsdeildarliðið Bröndby á allra næstu dögum, jafnvel í þessari viku. Lyn hefur þegar staðfest kauptilboð Bröndby eftir því sem Arnór Guðjohnsen, umboðsmaður Stefáns, sagði við Fréttablaðið í gær. Stefán kom hingað til lands í frí í gær og hafði þá sjálfur ekki heyrt í forráðamönnum Lyn um söluna. „Ef gengið verður frá því í dag eða á morgun getur það vel farið svo að ég gangi frá mínum málum jafnvel í þessari viku,“ sagði hann. „Mér líst auðvitað afskaplega vel á Bröndby og væri spenntur fyrir því að fara þangað.“ Það eru því allar líkur á því að Stefán hafi leikið sinn síðasta leik með Lyn en hann hefur leikið með félaginu í tvö ár. Hann hefur þótt skara fram úr á þessu tímabili og er meðal hæstu leikmanna deildarinnar í einkunnagjöf norsku fjölmiðlanna. Stefán skoraði eftirminnilega þrennu í ótrúlegum 6-0 sigurleik á Brann í síðasta mánuði en Brann var þá á toppi deildarinnar. Lyn vann Start á útivelli um helgina, 1-0, og er í fimmta sæti deildarinnar sem stendur, sjö stigum á eftir toppliði Stabæk. Stefán lék ekki með Lyn í leiknum þar sem hann var í leikbanni. Fram að því hafði hann leikið alla leiki Lyn í deildinni, ávallt í byrjunarliði. Samingur Stefáns við Lyn rennur út í lok leiktíðar en félagið ákvað frekar að selja hann nú í stað þess að hann færi frítt frá því í lok leiktíðar. Danskir miðlar greindu frá því í síðustu viku að kaupverðið væri um 110 milljónir króna en Arnór sagði það vera ýkta tölu. - esá
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Fleiri fréttir Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Sjá meira