Fótbolti

Van Gaal framlengir við AZ Alkmaar

NordicPhotos/GettyImages
Þjálfarinn Luis van Gaal hefur framlengt samning sinn við hollenska liðið AZ Alkmaar um tvö ár eða til ársins 2010. Van Gaal hefur náð frábærum árangri með liðið síðan hann tók við fyrir tveimur árum. Liðið náði öðru sæti í deildinni í fyrra og er sem stendur í því þriðja. Þá er liðið komið í fjórðungsúrslit UEFA keppninnar þar sem það mætir fyrnasterku liði Bremen á fimmtudag. Grétar Rafn Steinsson leikur með AZ Alkmaar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×