Farið langt fram úr mínum björtustu vonum 25. júní 2007 00:01 Garðar Gunnlaugsson Skagamaðurinn Garðar Gunnlaugsson hefur verið að gera það afar gott með IFK Norrköping í sænsku 1. deildinni. Hann hefur skorað ellefu mörk í tíu leikjum með liðinu og er langmarkahæsti leikmaður deildarinnar. Annar íslenskur sóknarmaður er hjá liðinu, Stefán Þór Þórðarson, sem skoraði tvívegis í 3-1 sigri á Sirius í toppslag deildarinnar í vikunni. „Árangurinn hefur farið langt fram úr mínum björtustu vonum. Ég hef skorað 21 mark í 24 leikjum síðan ég kom til liðsins síðasta sumar," sagði Garðar við Fréttablaðið. „Það er svo auðvitað draumur allra sóknarmanna að ná að skora meira en eitt mark að meðaltali í leik." Norrköping er nú með níu stiga forystu á toppi sænsku deildarinnar en vegna fjölgunar í úrvalsdeildinni á næsta ári komast þrjú lið upp úr 1. deildinni í haust. Norrköping er sem stendur með fjórtán stiga forskot á liðið í fjórða sæti og stendur því afar vel. „Norrköping er gamalt stórveldi í sænskri knattspyrnu og kominn tími á að liðið fari upp í úrvalsdeildina á nýjan leik. Það er gaman að fá að vera hluti af því." Hann sér alls ekki eftir því nú að hafa gengið til liðs við félagið. „Ég hef bætt mig heilmikið sem knattspyrnumaður og er boltinn í þessari deild sterkari en heima. Hér eru betri einstaklingar og hraðinn er meiri. Við spiluðum við Fylkismenn í æfingaleik í vor sem töluðu einmitt mikið um hvað hraðinn væri mikill." Garðar virðist því hafa veðjað á réttan hest þegar hann fór til Norrköping. „Þetta er svipað því þegar ég fór í Val. Það var liðið í 1. deildinni og þá valdi ég rétt. Það er vonandi að þetta haldi áfram á þessari braut." Hann á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við Norrköping, rétt eins og Stefán Þór, og mun væntanlega ákvarða framhaldið með forráðamönnum félagsins að tímabilinu loknu. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Fleiri fréttir Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjá meira
Skagamaðurinn Garðar Gunnlaugsson hefur verið að gera það afar gott með IFK Norrköping í sænsku 1. deildinni. Hann hefur skorað ellefu mörk í tíu leikjum með liðinu og er langmarkahæsti leikmaður deildarinnar. Annar íslenskur sóknarmaður er hjá liðinu, Stefán Þór Þórðarson, sem skoraði tvívegis í 3-1 sigri á Sirius í toppslag deildarinnar í vikunni. „Árangurinn hefur farið langt fram úr mínum björtustu vonum. Ég hef skorað 21 mark í 24 leikjum síðan ég kom til liðsins síðasta sumar," sagði Garðar við Fréttablaðið. „Það er svo auðvitað draumur allra sóknarmanna að ná að skora meira en eitt mark að meðaltali í leik." Norrköping er nú með níu stiga forystu á toppi sænsku deildarinnar en vegna fjölgunar í úrvalsdeildinni á næsta ári komast þrjú lið upp úr 1. deildinni í haust. Norrköping er sem stendur með fjórtán stiga forskot á liðið í fjórða sæti og stendur því afar vel. „Norrköping er gamalt stórveldi í sænskri knattspyrnu og kominn tími á að liðið fari upp í úrvalsdeildina á nýjan leik. Það er gaman að fá að vera hluti af því." Hann sér alls ekki eftir því nú að hafa gengið til liðs við félagið. „Ég hef bætt mig heilmikið sem knattspyrnumaður og er boltinn í þessari deild sterkari en heima. Hér eru betri einstaklingar og hraðinn er meiri. Við spiluðum við Fylkismenn í æfingaleik í vor sem töluðu einmitt mikið um hvað hraðinn væri mikill." Garðar virðist því hafa veðjað á réttan hest þegar hann fór til Norrköping. „Þetta er svipað því þegar ég fór í Val. Það var liðið í 1. deildinni og þá valdi ég rétt. Það er vonandi að þetta haldi áfram á þessari braut." Hann á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við Norrköping, rétt eins og Stefán Þór, og mun væntanlega ákvarða framhaldið með forráðamönnum félagsins að tímabilinu loknu.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Fleiri fréttir Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjá meira