Fótbolti

Gott að ég er ekki vælukjói

Viktor Bjarki Arnarsson verður frá næstu 6-8 vikurnar vegna aðgerðar sem hann gengst undir í næstu viku. Í ljós hefur komið brotið bein í ökkla sem þarf að lagfæra.

Viktor Bjarki meiddist í æfingaferð með liði sínu, Lilleström í Noregi, í vetur. „Ég fór í þessa sömu myndatöku fyrir tveimur mánuðum og þá kom ekkert í ljós. En ekkert lagaðist hjá mér og var sjúkraþjálfari liðsins orðinn algerlega ráðþrota," sagði Viktor Bjarki.

Hann var því ánægður með að fá lausn á málinu. „Jú, það er fyrir öllu. Það er líka gott að ég hef ekki verið að kvarta til einsk­is og fólk hér heldur ekki að ég sé einhver vælukjói frá Íslandi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×