Fótbolti

Næ kannski hálftíma

Hér í baráttu við Hermann Hreiðarsson í leik Íslands og Svíþjóðar í fyrra.
Hér í baráttu við Hermann Hreiðarsson í leik Íslands og Svíþjóðar í fyrra. nordic photos/afp

Sænski landsliðsmaðurinn Zlatan Ibrahimovic vísaði því á bug á blaðamannafundi í gær að hann yrði í byrjunarliði Svíþjóðar gegn Íslandi á morgun. Hann hefur átt við meiðsli að stríða.

„Ég hef ekki spilað í einn og hálfan mánuð. Ég gæti hugsanlega spilað í 20-30 mínútur," sagði Zlatan. „Ég er allur að koma til og get tekið þátt í æfingum af fullum krafti. En það er stór munur á æfingum og leikjum."

Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari sagði alls óvíst hvort Zlatan myndi spila. „Endanleg ákvörðun verður ekki tekin fyrr en annað kvöld," sagði hann í gær.

- esá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×