Innlent

Ekki tilefni til að kalla til eigendafundar að svo stöddu

Bryndís Hlöðversdóttir, stjórnarformaður OR.
Bryndís Hlöðversdóttir, stjórnarformaður OR. MYND/GVA

Eigendafundi í Orkuveitu Reykjavíkur sem halda átti á morgun hefur verið frestað. Bryndís Hlöðversdóttir, stjórnarformaður OR segir að enn sé verið að vinna í málinu og því ekki tilefni til að kalla samam eigendur.

„Við ákváðum það í dag eftir að hafa farið yfir stöðuna að ekki væri ástæða til að kalla eigendur til að svo stöddu," segir Bryndís. Hún segir að viðræður standi enn yfir við forsvarsmenn Geysir Green Energy um mögulegt samstarf og í hvaða formi það eigi að vera. Þar sé ýmislegt sem hangi á spýtunni, meðal annars málefni Hitaveitu Suðurnesja.

„Mér var farið af stjórninni að ræða við alla hlutaðeigandi aðila og þær viðræður standa enn yfir." Bryndís segir því ekkert annað búa að baki frestun fundarins en það að niðurstaða sé einfaldlega ekki fengin í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×