Innlent

Ekki hægt að áfellast neinn

Kona fórst í Reynisfjöru við Vík í Mýrdal í gær eftir að brimskafl tók hana og dró út á haf.
Kona fórst í Reynisfjöru við Vík í Mýrdal í gær eftir að brimskafl tók hana og dró út á haf. MYND/Þórir N. Kjartansson
„Það er mjög varhugavert að áfellast leiðsögumanninn í máli eins og þessu. Ég veit það að leiðsögumaðurinn varaði fólkið við hættunni. Fólk ber svo ábyrgð á sjálfu sér. Það er ekki auðvelt að ferðast um landið okkar og því fögnum við öllum merkingum sem gætu orðið til að leiðbeina fólki," segir Ragnheiður Björnsdóttir, formaður Félags leiðsögumanna.

Bandarísk kona fórst í gær þegar brimskafl dró hana út á haf úr fjörunni vestan við Reynisfjall við Vík í Mýrdal. Engin viðvörunarskilti eru á svæðinu en formaður björgunarsveitarinnar Víkverja hefur greint frá því að búið hafi verið að taka ákvörðun um að þar yrðu bæði sett skilti og björgunarkútar á næstunni. Því miður hafi málið ekki verið komið lengra á veg en svo.

Stefán Helgi Valsson, leiðsögumaður og ritstjóri fréttabréfs leiðsögumanna, segir slík varnaðarorð skila sér misjafnlega vel til fólks. „Ég hef margsinnis farið með hópa í fjöruna. Alltaf vara ég þá við sjónum en undantekningarlaust kemur einhver í hópnum blautur inn. Það má samt vel bæta merkingar um landið, þá sérstaklega við helstu ferðamannastaðina en í þessu máli er ekki hægt að áfellast neinn," segir Stefán.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.