Ótrúleg afbrotasaga Þórður Snær Júlíusson skrifar 22. apríl 2007 08:00 Félagsheimilið Árnes í Gnúpverjahreppi. Hópurinn vakti fyrst athygli þegar hann var handtekinn eftir innbrot þar í september í fyrra. Nýverið var þingfest mál í Hérasdómi Reykjavíkur þar sem hópur ungmenna var ákærður í alls 70 liðum vegna afbrota sem framin voru að langmestu leyti frá júlíbyrjun í fyrra og fram í lok janúar síðastliðins. Í hópnum sem málið beinist að eru tíu manns á aldrinum fimmtán til 26 ára. Ákæruliðirnir eru alls 70 talsins og eru flestir þeirra vegna innbrota og annarra þjófnaða, fjársvika, fíkniefnamisferlis, eignarspjalla og mýmarga bílþjófnaða. Þrír menn tengjast langflestum brotunum, þeir Davíð Þór Gunnarsson (19 ára), Sigurbjörn Adam Baldvinsson (22 ára) og Jon Einar Randversson (24 ára). Þeir hlutu allir fangelsisdóma í febrúar síðastliðnum sem hluti af Árnesgenginu svokallaða. Því fer nærri að mennirnir séu nokkurskonar methafar í þessari tegund afbrota. Á tímabilinu júní 2006 til og með janúar 2007 voru 1.007 einstaklingar á aldrinum 16-25 ára kærðir fyrir hegningar eða sérrefsilagabrot (önnur en umferðarlagabrot) hjá embættum sem nú tilheyra embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Langstærsti hluti þeirra voru aðeins með eitt mál en um fjögur prósent einstaklinga á þessum aldri voru með fimm mál eða fleiri á tímabilinu. Sá sem var með flest var með 36 mál, en það eru ekki endilega allt mál sem farið hafa í ákæru. Þeir Sigurbjörn (39 ákæruliðir) og Davíð (38 ákæruliðir) eru því greinilega nokkuð sér á báti. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði sagði nýverið í Fréttablaðinu að um óvenjulega mikla virkni væri um að ræða hjá litlum hópi fólks á ekki lengra tímabili. „Ég man ekki eftir öðrum eins fjölda afbrota á svona skömmum tíma. Þarna er líklega um að ræða ákveðin kjarnahóp þar sem afbrot eru hluti af lífstíl. Þetta er einfaldlega það sem þau gera.“ Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Sjá meira
Nýverið var þingfest mál í Hérasdómi Reykjavíkur þar sem hópur ungmenna var ákærður í alls 70 liðum vegna afbrota sem framin voru að langmestu leyti frá júlíbyrjun í fyrra og fram í lok janúar síðastliðins. Í hópnum sem málið beinist að eru tíu manns á aldrinum fimmtán til 26 ára. Ákæruliðirnir eru alls 70 talsins og eru flestir þeirra vegna innbrota og annarra þjófnaða, fjársvika, fíkniefnamisferlis, eignarspjalla og mýmarga bílþjófnaða. Þrír menn tengjast langflestum brotunum, þeir Davíð Þór Gunnarsson (19 ára), Sigurbjörn Adam Baldvinsson (22 ára) og Jon Einar Randversson (24 ára). Þeir hlutu allir fangelsisdóma í febrúar síðastliðnum sem hluti af Árnesgenginu svokallaða. Því fer nærri að mennirnir séu nokkurskonar methafar í þessari tegund afbrota. Á tímabilinu júní 2006 til og með janúar 2007 voru 1.007 einstaklingar á aldrinum 16-25 ára kærðir fyrir hegningar eða sérrefsilagabrot (önnur en umferðarlagabrot) hjá embættum sem nú tilheyra embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Langstærsti hluti þeirra voru aðeins með eitt mál en um fjögur prósent einstaklinga á þessum aldri voru með fimm mál eða fleiri á tímabilinu. Sá sem var með flest var með 36 mál, en það eru ekki endilega allt mál sem farið hafa í ákæru. Þeir Sigurbjörn (39 ákæruliðir) og Davíð (38 ákæruliðir) eru því greinilega nokkuð sér á báti. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði sagði nýverið í Fréttablaðinu að um óvenjulega mikla virkni væri um að ræða hjá litlum hópi fólks á ekki lengra tímabili. „Ég man ekki eftir öðrum eins fjölda afbrota á svona skömmum tíma. Þarna er líklega um að ræða ákveðin kjarnahóp þar sem afbrot eru hluti af lífstíl. Þetta er einfaldlega það sem þau gera.“
Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Sjá meira