Enski boltinn

Blackburn lækkar miðaverð

Stuðningsmenn Blackburn getað séð Shabani Nonda og félaga gegn ódýrara gjaldi á næstu leiktíð.
Stuðningsmenn Blackburn getað séð Shabani Nonda og félaga gegn ódýrara gjaldi á næstu leiktíð. MYND/Getty

Forráðamenn Blackburn í ensku úrvalsdeildinni hafa ákveðið að lækka meðalverð á ársmiðum fyrir stuðningsmenn liðsins á næsta ári. Lækkunin þýðir að Blackburn verður af milljón punda í tekjum.

John Williams stjórnarformaður félagsins vonast að með þessu að fleiri mæti á leiki liðsins en mikil umræða hefur verið í Englandi um hátt miðaverð. Tony Blair forsætisráherra hefur meðal annarra skorað á félög að lækka miðaverð.

Nú þegar hafa Chelsea, Everton, Bolton og Wigan tilkynnt að miðaverð lækki eða standi í stað á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×