Erlent

Hlýnun er brot á réttindum

Fulltrúar íbúa nyrst í Kanada halda því fram að Bandaríkin hafi brotið gegn mannréttindum þeirra með því að losa svo mikið af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið að umtalsverð röskun hefur orðið á lífsháttum þeirra vegna hlýnunar.

Loftlagsbreytingarnar eru að „eyðileggja rétt okkar til lífs, heilbrigðis, eigna og lífsviðurværis“, sagði Sheila Watt-Cloutier, fulltrúi inúíta, á fundi hjá mannréttindanefnd Ameríkuríkja í gær.

Hlýnunin setur meðal annars veiðimenn í hættu vegna þess hve ísinn er orðinn ótraustur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×