Erlent

Áhyggjur af loftslagsmálum

Erfitt verður að ná markmiðum í loftslagsmálum sem sett hafa verið.
Erfitt verður að ná markmiðum í loftslagsmálum sem sett hafa verið.

Evrópusamtök atvinnulífsins lýsa yfir áhyggjum af því að ekkert liggi fyrir um hvernig eigi að ná háleitum markmiðum Evrópusambandsins á sviði orku- og loftslagsmála. Samtökin leggja á það áherslu að einhliða aðgerðir af hálfu ESB geti einfaldlega haft þau áhrif að draga úr samkeppnishæfni evrópsks atvinnulífs.

ESB hefur sett sér markmið um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um tuttugu prósent fyrir árið 2020 og hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa í orkunotkun innan sambandsins verði orðið tuttugu prósent. Hlutfallið er nú um sjö prósent. Á Íslandi er hlutfallið nú 72 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×