Hamas tekur völdin á Gaza Jónas Haraldsson skrifar 15. júní 2007 06:54 Hamas segist hafa tekið öll völdin á Gaza svæðinu. Seint í gærkvöldi leysti forseti heimastjórnarinnar, Mahmoud Abbas, ríkisstjórnina upp og lýsti yfir neyðarástandi. Liðsmenn Hamas eru nú með skrifstofur forsetans á sínu valdi. Græn flögg Hamas blöktu á Fatah byggingum og stuðningsmenn Hamas fögnuðu á götum úti. Mahmoud Abbas sagði að þar sem ríkisstjórnin hefði verið leyst upp yrði nú skipuð bráðabirgðastjórn og brátt boðað til kosninga. Leiðtogi Hamas og forsætisráðherra ríkisstjórnarinnar, Ismail Haniyeh, hafnaði því og fullyrðir að ríkisstjórn sín muni starfa áfram og koma á lögum og reglu. Bandaríkin og Ísrael eru að íhuga að útvega neyðarstjórn Abbas fjármuni til þess að styrkja bráðabirgðastjórnina. Háttsettur ísraelskur ríkisstarfsmaður sagði að George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, og Abbas muni hittast í Washington í næstu viku til þess ræða hugsanlegar aðgerðir vegna óaldarinnar á Gaza svæðinu. Fjármunirnir sem um ræðir eru skatttekjur heimastjórnarinnar sem Ísraelar hafa hingað til neitað að láta af hendi. Óttast er að ofbeldið eigi eftir að breiðast út til Vesturbakkans en því svæði stjórnar Fatah. Al-Aksa sveitir Fatah hafa kallað eftir því að allir menn verði kallaðir út og vígbúnir. Þær vilja hefta aðgerðir Hamas liða á Vesturbakkanum og segjast líta á liðsmenn þeirra sem útlaga. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur lýst yfir fullum stuðningi við aðgerðir Abbas. Bardagarnir hafa staðið yfir síðan á laugardaginn síðastliðinn og fleiri en 100 hafa látið lífið. Erlent Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Hamas segist hafa tekið öll völdin á Gaza svæðinu. Seint í gærkvöldi leysti forseti heimastjórnarinnar, Mahmoud Abbas, ríkisstjórnina upp og lýsti yfir neyðarástandi. Liðsmenn Hamas eru nú með skrifstofur forsetans á sínu valdi. Græn flögg Hamas blöktu á Fatah byggingum og stuðningsmenn Hamas fögnuðu á götum úti. Mahmoud Abbas sagði að þar sem ríkisstjórnin hefði verið leyst upp yrði nú skipuð bráðabirgðastjórn og brátt boðað til kosninga. Leiðtogi Hamas og forsætisráðherra ríkisstjórnarinnar, Ismail Haniyeh, hafnaði því og fullyrðir að ríkisstjórn sín muni starfa áfram og koma á lögum og reglu. Bandaríkin og Ísrael eru að íhuga að útvega neyðarstjórn Abbas fjármuni til þess að styrkja bráðabirgðastjórnina. Háttsettur ísraelskur ríkisstarfsmaður sagði að George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, og Abbas muni hittast í Washington í næstu viku til þess ræða hugsanlegar aðgerðir vegna óaldarinnar á Gaza svæðinu. Fjármunirnir sem um ræðir eru skatttekjur heimastjórnarinnar sem Ísraelar hafa hingað til neitað að láta af hendi. Óttast er að ofbeldið eigi eftir að breiðast út til Vesturbakkans en því svæði stjórnar Fatah. Al-Aksa sveitir Fatah hafa kallað eftir því að allir menn verði kallaðir út og vígbúnir. Þær vilja hefta aðgerðir Hamas liða á Vesturbakkanum og segjast líta á liðsmenn þeirra sem útlaga. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur lýst yfir fullum stuðningi við aðgerðir Abbas. Bardagarnir hafa staðið yfir síðan á laugardaginn síðastliðinn og fleiri en 100 hafa látið lífið.
Erlent Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira