Erlent

Niðurlægður vegna þyngdar

Franskur maður hefur höfðað mál gegn flugfélaginu Air France fyrir að hafa niðurlægt hann með því að neyða hann til að kaupa tvo flugmiða á þeim grundvelli að hann væri of feitur fyrir eitt sæti og var það tekið fyrir í rétti í gær. Jauffret sagðist hafa verið niðurlægður þegar starsfólk mældi breidd hans frammi fyrir öðrum farþegum.

Úrskurði var frestað eftir að fram kom að Jauffret hafði upplýst ferðaskrifstofuna sem seldi honum flugmiðann að hann væri 160 kíló en ferðaskrifstofan kom þeim upplýsingum ekki áfram til flugfélagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×