Innlent

Ráðuneyti fær Byrgispeninga

Fjárlaganefnd Alþingis hefur nú heimilað félagsmálaráðuneytinu að ráðstafa þeirri fjárhæð sem var ætluð Byrginu á þessu ári að sögn Ragnhildar Arnljótsdóttur ráðuneytisstjóra. Hafði ráðuneytið lagt fram beiðni þess efnis. Um er að ræða 29.6 milljónir króna.

„Við höfum þegar haft samband við fulltrúa Reykjavíkurborgar og munum eiga fund með þeim í vikunni til þess að ræða úrræði fyrir þá fyrrum skjólstæðinga Byrgisins sem þurfa á skjóli að halda,“ segir Ragnhildur. „Ráðuneytið skipuleggur ekki meðferðarúrræði, en við vitum að að minnsta kosti fimm einstaklingar úr Byrginu hafa farið í Hlaðgerðarkot. Þar hefur verið skoðað úrræði fyrir aðra fimm. Landlæknir fór þangað til þess að kanna aðbúnað þar. Hlaðgerðarkot fær fjárveitingu á fjárlögum frá heilbrigðisráðuneytinu.“

Ragnhildur segir ljóst að flestir fyrrum skjólstæðinga Byrgisins hafi komið úr Reykjavík. Því sé rökrétt að ræða úrlausn við borgina. Hins vegar muni ráðuneytið tryggja að til staðar sé úrræði fyrir aðra sem kunni að koma annars staðar að af landinu.

„Hitt er svo stærra mál að tryggja að til séu á hverjum tíma þau úrræði sem menn telja þörf á,“ segir Ragnhildur. „En að mínu mati væri þá mjög æskilegt að það úrræði væri undir eftirliti og yfirsýn sem væri á einni hendi.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×