Erlent

Reykingar ökumanna á válista

MYND/Getty Images

Ökumenn sem reykja við akstur í Bretlandi gætu átt von á ákæru ef sannast að reykingarnar hafi haft áhrif á öryggan akstur þeirra. Nýtt ákvæði í umferðarlögum um þjóðvegi kveður á um að lögreglumenn geti handtekið ökumenn vegna þessa. Þetta er í fyrsta sinn sem reykingar komast á lista atvika sem trufla ökumenn.

Að skipta um lag á geislaspilara og kveikja á útvarpi er meðal atriða á listanum.

Talsmaður umferðarmála í Bretlandi sagði að dæmi væru um að reykingar hefðu átt þátt í að orsaka slys. Ákvæðið í lögunum er meðal 29 nýrra ákvæða laganna sem voru endurskoðuð nýlega í fyrsta sinn í átta ár.

Gagnrýnendur segja engar rannsóknir hafa leitt í ljós fylgni á milli reykinga og umferðarslysa. Pirringur vegna sígarettuleysis geti einmitt orsakað truflun í akstri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×