Eiður markalaus í 455 mínútur 31. janúar 2007 00:01 Eiður Smári Guðjohnen sést hér fagna síðasta marki sínu fyrir Barcelona, 14. desember síðastliðinn AFP Útlitið er ekkert alltof bjart fyrir okkar mann hjá Barcelona. Eiður Smári hefur ekki skorað í síðustu átta leikjum sínum, á sama tíma hefur Javier Saviola skorað 8 mörk og samkeppnin er jafnframt að harðna. Það gekk lítið hjá Eið Smára Guðjohnsen í fyrsta mánuði ársins 2007 og þetta var fyrsti mánuðurinn, síðan hann gekk til liðs við Barcelona, sem honum tókst ekki að skora. Síðasta mark Eiðs Smára, sem var jafnframt það tíunda á tímabilinu, kom gegn mexíkóska liðinu CF América í heimsbikarkeppni félagsliða 14. desember. Þetta var 21. leikur Eiðs Smára með Barcelona og á þeim tíma var hann með mark á 123 mínútna fresti sem er mjög góður árangur. Síðan þá hefur Eiður Smári leikið átta leiki án þess að skora og er nú markalaus á síðustu 455 mínútunum sem hann hefur spilað með Barcelona. Eiður Smári hefur verið varamaður í síðustu þremur leikjum Barcelona og aðeins fengið að spreyta sig í 61 mínútu í þeim. Þetta eru mikil viðbrigði fyrir landsliðsfyrirliðann sem byrjaði inn á í tíu leikjum Barcelona í röð í lok síðasta árs. Bestu mánuðir Eiðs Smára voru október og nóvember þar sem hann skoraði 6 mörk í 10 leikjum og byrjaði alla leiki sem hann spilaði. Eiður skoraði 1 mark í ágúst og september og síðan tvö mörk í síðasta mánuði ársins. Samkeppnin er aðeins að verða meiri nú þegar Samuel Eto’o og Lionel Messi snúa aftur úr meiðslum. Argentínumaðurinn Javier Saviola hefur spilað frábærlega að undanförnu og það er alveg ljóst að Eiður Smári þarf að fara að skora ætli hann sér að fá einhver tækifæri þegar Eto’o og Messi verða orðnir klárir í slaginn. Javier Saviola skoraði 8 mörk í 7 leikjum Börs-unga í janúar og hefur nú skorað 12 mörk í 16 leikjum á tímabilinu. Það hafa því aðeins liðið 67,7 mínútur á milli marka hjá honum. Eiður Smári er í 4. sæti meðal marksæknustu leikmanna Evrópu- og Spánarmeistara Barcelona en fyrir ofan hann eru Saviola, Ronaldinho og Samuel Eto’o. Varamaður Saviola Eiður Smári sést hér koma inn á sem varamaður fyrir Javier Saviola.Nordic photos/AFP Barcelona hefur gengið vel þann tíma sem Eiður Smári hefur verið inn á vellinum en markatalan í þessar 1.688 mínútur sem hann hefur spilað í búningi Börsunga er 40-15, Barcelona í vil. Barcelona hefur því skorað með 42,2 mínútna millibili á meðan Eiður er inn á og það eru aðeins Javier Saviola (36,9) og Ludovic Giuly (41,6) sem koma betur út úr þeirri tölfræði. Það eru ekki bara íslenskir knattspyrnuáhugamenn og Eiður Smári sem bíða og vonast til þess að hann finni skotskóna á ný því samkvæmt nýjum samstarfssamningi við Eimskip renna stórar peningaupphæðir til líknarmála þegar Eiður Smári skorar. Í tilkynningu á heimasíðu Eimskips segir að Eimskip vilji byrja á að heita hálfri milljón króna á Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna, fyrir hvert mark sem Eiður Smári skorar í deildakeppninni á þessu tímabili og að sama skapi heitir félagið milljón á Umhyggju, félag til styrktar langveikum börnum, fyrir hvert mark sem Eiður Smári skorar í meistaradeild Evrópu á þessu tímabili. Næsti leikur Börsunga er í kvöld gegn Real Zaragoza í spænska Konungsbikarnum og nú er að sjá hvort Eiður Smári fái tækifæri hjá Frank Rijkaard í þessum leik og hvort honum takist að skora langþráð mark, sitt fyrsta í einn og hálfan mánuð. ooj@frettabladid.is Spænski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Sjá meira
Útlitið er ekkert alltof bjart fyrir okkar mann hjá Barcelona. Eiður Smári hefur ekki skorað í síðustu átta leikjum sínum, á sama tíma hefur Javier Saviola skorað 8 mörk og samkeppnin er jafnframt að harðna. Það gekk lítið hjá Eið Smára Guðjohnsen í fyrsta mánuði ársins 2007 og þetta var fyrsti mánuðurinn, síðan hann gekk til liðs við Barcelona, sem honum tókst ekki að skora. Síðasta mark Eiðs Smára, sem var jafnframt það tíunda á tímabilinu, kom gegn mexíkóska liðinu CF América í heimsbikarkeppni félagsliða 14. desember. Þetta var 21. leikur Eiðs Smára með Barcelona og á þeim tíma var hann með mark á 123 mínútna fresti sem er mjög góður árangur. Síðan þá hefur Eiður Smári leikið átta leiki án þess að skora og er nú markalaus á síðustu 455 mínútunum sem hann hefur spilað með Barcelona. Eiður Smári hefur verið varamaður í síðustu þremur leikjum Barcelona og aðeins fengið að spreyta sig í 61 mínútu í þeim. Þetta eru mikil viðbrigði fyrir landsliðsfyrirliðann sem byrjaði inn á í tíu leikjum Barcelona í röð í lok síðasta árs. Bestu mánuðir Eiðs Smára voru október og nóvember þar sem hann skoraði 6 mörk í 10 leikjum og byrjaði alla leiki sem hann spilaði. Eiður skoraði 1 mark í ágúst og september og síðan tvö mörk í síðasta mánuði ársins. Samkeppnin er aðeins að verða meiri nú þegar Samuel Eto’o og Lionel Messi snúa aftur úr meiðslum. Argentínumaðurinn Javier Saviola hefur spilað frábærlega að undanförnu og það er alveg ljóst að Eiður Smári þarf að fara að skora ætli hann sér að fá einhver tækifæri þegar Eto’o og Messi verða orðnir klárir í slaginn. Javier Saviola skoraði 8 mörk í 7 leikjum Börs-unga í janúar og hefur nú skorað 12 mörk í 16 leikjum á tímabilinu. Það hafa því aðeins liðið 67,7 mínútur á milli marka hjá honum. Eiður Smári er í 4. sæti meðal marksæknustu leikmanna Evrópu- og Spánarmeistara Barcelona en fyrir ofan hann eru Saviola, Ronaldinho og Samuel Eto’o. Varamaður Saviola Eiður Smári sést hér koma inn á sem varamaður fyrir Javier Saviola.Nordic photos/AFP Barcelona hefur gengið vel þann tíma sem Eiður Smári hefur verið inn á vellinum en markatalan í þessar 1.688 mínútur sem hann hefur spilað í búningi Börsunga er 40-15, Barcelona í vil. Barcelona hefur því skorað með 42,2 mínútna millibili á meðan Eiður er inn á og það eru aðeins Javier Saviola (36,9) og Ludovic Giuly (41,6) sem koma betur út úr þeirri tölfræði. Það eru ekki bara íslenskir knattspyrnuáhugamenn og Eiður Smári sem bíða og vonast til þess að hann finni skotskóna á ný því samkvæmt nýjum samstarfssamningi við Eimskip renna stórar peningaupphæðir til líknarmála þegar Eiður Smári skorar. Í tilkynningu á heimasíðu Eimskips segir að Eimskip vilji byrja á að heita hálfri milljón króna á Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna, fyrir hvert mark sem Eiður Smári skorar í deildakeppninni á þessu tímabili og að sama skapi heitir félagið milljón á Umhyggju, félag til styrktar langveikum börnum, fyrir hvert mark sem Eiður Smári skorar í meistaradeild Evrópu á þessu tímabili. Næsti leikur Börsunga er í kvöld gegn Real Zaragoza í spænska Konungsbikarnum og nú er að sjá hvort Eiður Smári fái tækifæri hjá Frank Rijkaard í þessum leik og hvort honum takist að skora langþráð mark, sitt fyrsta í einn og hálfan mánuð. ooj@frettabladid.is
Spænski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Sjá meira