Erlent

Hvetja til losunartakmarkana

Frá flutningi stefnuræðu Bush í fyrra. Ræðu ársins í ár flytur hann í kvöld.
Frá flutningi stefnuræðu Bush í fyrra. Ræðu ársins í ár flytur hann í kvöld. mynd/ap
Forstjórar tíu af þekktustu fyrirtækjum Bandaríkjanna birtu í gær áskorun á George W. Bush Bandaríkjaforseta, þar sem þeir hvetja hann til að styðja að komið verði á reglum um takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda í landinu.

„Við getum og verðum að grípa tafarlaust til ráðstafana til að koma á samhæfðu kerfi hagrænna hvata til loftslagsverndar,“ segir í áskoruninni, sem forstjórarnir birtu daginn áður en Bush heldur árlega stefnuræðu sína. Bush-stjórnin hefur hingað til ekki viljað ljá máls á því að lögleiða losunartakmarkanir, þótt Bandaríkin séu langmesti loftmengunarvaldur heims.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×