Erlent

Rússar segja sér vera ógnað

Háttsettur rússneskur hershöfðingi lét hafa eftir sér í gær að uppsetning búnaðar fyrir bandarískt eldflaugavarnakerfi í fyrrverandi Varsjárbandalagslöndum væri „skýr ógn“ við Rússland.

Hershöfðinginn, Vladimír Popovkín, sem er yfirmaður geimvarnadeildar Rússlandshers, var með þessum orðum sínum að bregðast við tilkynningu tékkneska forsætisráðherrans frá því um helgina um að Tékkland myndi hýsa ratsjárstöð sem yrði liður í nýju eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna.

Bandarísk stjórnvöld hafa einnig farið þess á leit við Póllandsstjórn að hefja viðræður um sams konar samstarf.

Þetta er liður í áætlun Bandaríkjanna um að koma upp varnarkerfi í háloftunum til að verjast hvers kyns árásum. Áætlunina má rekja til tilrauna Ronald Reagan sem kenndar eru við stjörnustríð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×