Erlent

Herskár þjóðernissinni játar

tyrkland, ap Yasin Hayal, herskár tyrkneskur þjóðernissinni, hefur játað að hafa skipulagt morðið á armensk-tyrkneska ritstjóranum Hrant Dink á föstudaginn.

Hayal, sem var dæmdur árið 2004 fyrir sprengjuárás á McDonald's-veitingastað, sagðist hafa útvegað unglingnum sem játaði á sig morðið byssu og peninga.

Margir telja að Dink hafi verið myrtur vegna skrifa sinna um að Tyrkir hafi framið þjóðarmorð á Armenum í byrjun 20. aldarinnar. Þjóðernissinnar telja slíkt móðgun við heiður Tyrklands og hafði Dink fengið líflátshótanir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×