Erlent

Deila um reglur

Guantanamo fangabúðirnar hafa nú verið starfræktar í fimm ár.
Guantanamo fangabúðirnar hafa nú verið starfræktar í fimm ár. mynd/ap
Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur birt reglur um starfsemi dómstólanna sem eiga að fjalla um mál fanganna í Guantanamo á Kúbu. Nýju reglurnar hafa sætt gagnrýni fyrir ýmis ákvæði, þar sem brotið þykir á réttindum.

Meðal annars er umdeilt að við réttarhöldin megi notast við óstaðfestan orðróm eða vitnisburð sem fenginn er með þvingunum, auk þess sem hægt er að halda sönnunargögnum leyndum fyrir sakborningum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×