Erlent

Aðgerðir til að reisa við stofn

Tuttugu og fjórar þjóðir sem stunda fiskveiðar í Miðjarðarhafinu hafa heitið því að taka höndum saman við aðgerðir gegn rýrnun á fiskstofni samkvæmt tilkynningu frá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna.

Þjóðirnar samþykktu að deila upplýsingum um fiskveiðiflota sína til að auðvelda eftirlit en heildstæðar upplýsingar um veiðar á svæðinu hafa ekki legið fyrir. Einnig sammæltust þjóðirnar um að nota sérstaka gerð neta við botnvörpuveiðar sem hleypa ungum fiski í gegn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×