Erlent

Óveðri spáð í Danmörku

Danska veðurstofan sagði í gær hættu á óveðri í suðurhluta Danmerkur í kjölfar lægðar á fimmtudag að því er kom fram á vef Politiken.

„Ef lægðin færir sig suður fyrir Danmörku sleppum við, en færir hún sig inn yfir landið mun óveður geisa á öllum suðurhluta Danmerkur,“ sagði Mogens Bendsen, vaktstjóri á veðurstofunni.

Janúar hefur verið vindasamur í Danmörku og hefur meðalvindur verið 9,2 metrar á sekúndu. Venjulegur meðalvindur er 6,5 metrar á sekúndu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×