Erlent

Konur án maka nú í meirihluta

Meirihluti bandarískra kvenna býr nú án maka - líklega í fyrsta sinn í sögunni. Frá þessu greinir bandaríska dagblaðið New York Times.

Árið 1950 bjuggu 35 prósent bandarískra kvenna án maka, árið 2000 var hlutfallið komið upp í 49 prósent og árið 2005 var það komið í 51 prósent. Það gerðist einnig árið 2005 að hjón voru í fyrsta sinn í sögunni komin í minnihluta bandarískra fjölskyldna.

Þá er greinilegur munur á hlutfalli hjónabanda eftir uppruna, því einungis þrjátíu prósent blökkukvenna búa með maka, en 49 prósent spænskættaðra kvenna eru í hjónabandi eða sambúð, 55 prósent annarra hvítra kvenna og 60 prósent asískra kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×