Erlent

Auglýsendum heitið áhrifum?

TV2 á að hafa lofað auglýsendum áhrifum á fréttaflutning.
TV2 á að hafa lofað auglýsendum áhrifum á fréttaflutning.

Forsvarsmenn nýju dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2 eru í vanda staddir vegna gruns um að þeir hafi lofað auglýsendum að þeir gætu haft áhrif á fréttaflutning stöðvarinnar. Fyrir utan að loforðið stríði gegn dönskum lögum um sjónvarps- og útvarpsrekstur er talið að það dragi úr trausti áhorfenda á fréttastofu sjónvarpsstöðvarinnar. Eru ásakanirnar meðal annars byggðar á viðtali Extra-blaðsins við forstjóra Siemens Hvidevarer, sem sagðist geta arkað með fréttatilkynningar beint inn á fréttastofuna.

Forráðamenn TV2 segja málið hins vegar byggt á misskilningi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×