Erlent

Situr nú í ísraelsku fangelsi

Fawaz Mohammed Damra Fordæmdi á sínum tíma árásirnar 11. september.
Fawaz Mohammed Damra Fordæmdi á sínum tíma árásirnar 11. september. MYND/AP

Fawaz Mohammed Damra, fyrrverandi bænaformaður í Ohio í Bandaríkjunum, hefur verið hnepptur í fangelsi í Ísrael. Hann hafði leitað hælis í 72 löndum en alls staðar verið hafnað og neyddist því til að halda til fæðingarlands síns, Palestínu, eftir að hafa verið sviptur ríkisborgararétti í Bandaríkjunum.

Damra er 46 ára og hafði búið í Bandaríkjunum í áratug, alið þar upp þrjú börn sín ásamt bandarískri eiginkonu sinni, en var sviptur ríkisborgararétti árið 2004 þegar í ljós kom að hann hafði árið 1991 hvatt til vopnaðrar baráttu gegn Ísrael.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×