Erlent

Skellir sér í forsetaslaginn

Barack Obama
Barack Obama

Barack Obama sagðist í gær formlega hafa tekið fyrsta skrefið í áttina að forsetaframboði fyrir Demókrataflokkinn í Bandaríkjunum með því að sækja um að stofnuð yrði svonefnd könnunarnefnd, sem hefði það hlutverk að ganga úr skugga um hvort hann ætti erindi í forsetaframboð.

Obama skýrði frá þessu á vefsíðu sinni og sagðist enn fremur ætla að gera frekari grein fyrir áformum sínum í næsta mánuði.

Obama er fæddur á Hawaii árið 1961. Nái hann kjöri í forsetakosningunum, sem haldnar verða í nóvember árið 2008, verður hann fyrsti blökkumaðurinn í því embætti.

Hillary Rodham Clinton, eiginkona Bills Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þykir einnig líkleg til að verða forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins og yrði þá fyrsta konan sem sæti á forsetastóli næði hún kjöri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×