Erlent

Tígrarnir með pyntingaklefa

Herteknar búðir tamílatígra og heilagur grafreitur í baksýn.
Herteknar búðir tamílatígra og heilagur grafreitur í baksýn. MYND/afp

Pyntingaklefar hafa fundist í búðum tamílatígra á Srí Lanka sem talið er að hafi verið notaðir til að refsa liðhlaupum og uppljóstrurum, þar á meðal konum, að sögn varnarmálaráðuneytis landsins.

Klefarnir fundust í síðustu viku þegar stjórnarherinn náði stjórn á fjórum stöðvum og sjö búðum uppreisnarmanna. Í byrjun þessa árs hóf stjórnarher landsins herferð sem miðar að því að uppræta búðir tamílatígra í Ampara-héraði í austurhluta Srí Lanka.

Tamílatígrar hafa í tuttugu ár barist fyrir sjálfstæðu heimalandi fyrir hina 3,1 milljón tamíla sem býr á Srí Lanka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×