Erlent

35.000 borgarar féllu í Írak 2006

Hátt í 35.000 borgarar féllu í Írak árið 2006 samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna sem Gianni Magazzeni, mannréttindafulltrúi SÞ í Írak, kynnti í gær. Er þetta næstum þrisvar sinnum hærra hlutfall en írösk stjórnvöld lýstu yfir nýlega. Tæplega 36.700 borgarar særðust á sama tímabili.

Þessar nýjustu tölur SÞ byggja á upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Íraks, líkhúsum, sjúkrahúsum og öðrum stofnunum að sögn Magazzenis. Hann varaði við því að ofbeldi í Írak gæti aukist og að lokum farið úr böndunum ef betri árangur næðist ekki í að halda uppi lögum og reglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×