Erlent

Pöttering tekur við af Borrell

Hans-Gert Pöttering, kristilegur demókrati frá Þýskalandi, var í gær kjörinn eftirmaður spænska sósíalistans Joseps Borrell á forsetastól Evrópuþingsins.

Pöttering, sem var áður formaður stærsta þingflokksins á Evrópuþinginu, Evrópska þjóðarflokksins, náði kjöri strax í fyrstu umferð atkvæðagreiðslunnar meðal þingfulltrúanna 785.

Í þakkarræðu sinni sagðist Pöttering myndu vinna að einingu Evrópu þar sem allar þjóðir álfunnar, stórar sem smáar, hefðu sitt fram að færa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×