Erlent

Með krókódíl í farangrinum

Maður var handtekinn á Hong Kong-flugvelli nýlega fyrir tilraun til að smygla tösku með lifandi dýrum, þar á meðal krókódíl og 46 skjaldbökum. Hugðist maðurinn, sem kom frá Taílandi, selja dýrin á meginlandi Kína, þar sem þau eru eftirsótt í matseld og lækningar.

Leyfi þarf frá stjórnvöldum Hong Kong fyrir innflutningi skriðdýra, fugla og spendýra, að því er greint er frá á fréttavef BBC. Þar sem sum dýrin eru í útrýmingarhættu er ólíklegt að hann hefði fengið slíkt leyfi.

Hlaut maðurinn sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir ólöglegan dýrainnflutning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×