Erlent

Börðust með fánastöngum

Slagsmál brutust út á tennismóti í Ástralíu á milli króatískra og serbneskra stuðningsmanna nýlega.

Stuðningsmennirnir voru í tveimur hópum og hrópuðu þeir vígorð og móðganir til andstæðinganna á meðan á leikum stóð. Sló síðan í brýnu með hópunum og tóku þeir að slást með spörkum og fánastöngum, sem notaðar voru sem barefli. Lögregla og öryggisverðir komu 150 manns út af svæðinu eftir átökin sem voru fordæmd víða.

Engin umtalsverð meiðsl urðu á fólki að sögn lögreglu og enginn var handtekinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×