Erlent

Færeyjar verði eitt byggðarlag

Færeyingar setja sér framtíðarmarkmið.
Færeyingar setja sér framtíðarmarkmið.

Ráðamenn í Færeyjum leggja nú til að Færeyjar verði sameinaðar í eitt byggðarlag, einkum til þess að auðvelda samgöngur milli svæða. Frá þessu er skýrt í færeyska dagblaðinu Dimmalætting.

Færeysk stjórnvöld settu sér um aldamótin síðustu það markmið að árið 2015 yrðu Færeyjar komnar í röð með þeim löndum heims sem best er að búa og starfa í. Á vegum lögmannsskrifstofunnar hefur mikil stefnumótunarvinna verið í gangi síðustu árin og um þessar mundir er hver nefndin á fætur annarri að skila frá sér tillögum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×