Erlent

Rússar afhenda Írönum vopn

Rússar eru að afhenda Írönum tugi slíkra tækja.
Rússar eru að afhenda Írönum tugi slíkra tækja. MYND/AP
Sergei Ivanov, varnarmálaráðherra Rússlands, staðfesti í gær að Rússar hefðu nú þegar afhent Írönum loftvarnaflaugar af gerðinni Tor-M1.

Hann sagði ekki hve margar flaugarnar væru, en starfsmenn ráðuneytisins höfðu áður upplýst að Rússar hefðu samið við Írana um sölu á 29 loftvarnavopnum og mundu Íranar greiða fyrir 700 milljónir dala.

Bandarísk stjórnvöld hafa gagnrýnt þetta, enda hafa þau hvatt öll ríki heims til þess að hætta allri vopnasölu til Írans. Ísraelsk stjórnvöld hafa sömuleiðis gagnrýnt harðlega sölu á vopnabúnaði til Írans



Fleiri fréttir

Sjá meira


×