Erlent

Pandan orðin of feit fyrir kynlíf

Chuang Chuang leikur sér meðan Lin Hui gæðir sér á bambus og gulrótum.
Chuang Chuang leikur sér meðan Lin Hui gæðir sér á bambus og gulrótum. MYND/afp

Pandabjörninn Chuang Chuang er orðinn það feitur að pandabirnan Lin Hui vill ekki lengur stunda kynlíf með honum, að sögn talsmanna Chiang Mai dýragarðsins í Taílandi.

Chuang Chuang, sem vegur 150 kíló, á meðan Lin Hui er aðeins 115 kíló, fær nú aðeins bambuslauf að borða meðan hann er að ná af sér aukakílóunum. Er þetta nýjasta ráðið í oft undarlegum tilraunum dýragarðsins til að fá pandabirnina til að makast.

Birnirnir voru gefnir saman í plat hjónavígslu og síðar var tilkynnt að þeir yrðu aðskildir til að reyna að kveikja rómantík. Jafnvel hefur verið rætt um að framleiða pönduklám, myndbönd af öðrum pöndum að makast, til að koma Chuang Chuang og Lin Hui í rétta skapið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×