Erlent

20 þúsund bandaríska hermenn til viðbótar til Íraks

MYND/AP

Bush Bandaríkjaforseti leggur nú á ráðin um eitt lokaátak í Írak og hyggst senda 20 þúsund hermenn til viðbótar til að berjast fyrir friði í Írak. Ef þessi skrif breska blaðsins The Guardian reynast á rökum reist dregur það nokkuð úr vonum bandarískra fjölskyldna sem vonuðust til að fá hermennina sína heim af vígvellinum.

The Guardian hefur það eftir ónafngreindum háttsettum embættismönnum að Bush eigi að hafa sagt við aðstoðarmenn sína að það þurfi eitt kraftmikið lokaslag til að vinna stríðið á móti uppreisnarsveitum í Írak. Þannig myndi hann einnig taka skýra afstöðu gegn vonum og fyrirætlunum demókrata sem unnu kosningarnar að miklu leyti á loforðum um breytta stefnu í Írak.

Einnig á Bush að hafa sagt að "sigur í Írak er aðeins spurning um pólitískan viiljastyrk." Þetta hafi Henry Kissinger kennt honum og þeirri lexíu taki hann mark á. Heimildarmaður The Guardian segir að Bush hafi hálft ár til að láta þessa nýju áætlun virka, þá hafi hann hálft ár til viðbótar fyrir kosningar til að draga til baka ef ekkert gengur.

 



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×