Gagnrýnir dómstóla fyrir skort á reynslu og þekkingu 16. nóvember 2006 06:30 Arnar Jensson Kallar eftir umræðu um málsmeðferðir. Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra, segir íslenska dómstóla ekki í stakk búna til að taka á stórum og flóknum efnahagsbrotamálum eins og Baugsmálinu. „Mér finnst það hafa komið í ljós að dómstólar, líkt og kerfið á öllum stigum, séu ekki búnir til þess að taka á stórum málum eins og Baugsmálinu. Það vantar reynslu og þekkingu en sem betur fer koma stór og flókin mál sjaldan upp. Reynslan sýnir það erlendis frá að það hefur þurft umfangsmikil mál til þess að koma auga á ýmsa vankanta á kerfinu. Það hefur orðið hröð þróun í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi og það eru ýmsir þættir sem kerfið þarf að laga sig að. Ég tel nauðsynlegt að ræða um þessa þætti opinberlega og opinskátt." Freyr Ófeigsson, dómstjóri Héraðsdóms Norðurlands eystra og varaformaður í dómstólaráði, vísar því alfarið á bug að dómstólar á Íslandi ráði ekki við stór mál. „Ég vísa því alfarið á bug að dómstólar ráði ekki við stór og flókin mál sem koma til kasta þeirra. Ég kannast ekki við að það séu dómstólar sem ekki ráði við Baugsmálið. Mér finnst það ámælisvert að dómarar fái aðdróttanir eins og þessar frá lögreglu." Arnar segir í grein í Morgunblaðinu í gær, sem ber heitið Atlaga úr hulduheimi - Jón og séra Jón, að mikill munur sé „á rannsóknum og meðferð mála sem snúa að ríkum eða valdamiklum sakborningum annars vegar og hinna „venjulegu" hins vegar." Vitnar hann til Baugsmálsins í því samhengi. Í greininni segir einnig að hér á landi „séu réttarreglur sem eigi að vera nægilega traustar til þess að tryggja að allir fái sömu réttlátu málsmeðferðina, hvort sem um er að ræða auðmann, fjölmiðlakóng, einstætt foreldri eða öryrkja. Hvort sem á í hlut Jón eða séra Jón. Baugsmálið er dæmi um að svo er ekki. Þessi þróun er óþolandi og ég kalla á viðbrögð yfirvalda þessa lands." Eiríkur Tómasson, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands, hafnar því alfarið að íslenskir dómstólar séu ekki nægilega vel í stakk búnir til þess að taka á stórum málum. Hann segir íslenskt dómskerfi gera ráð fyrir því að allir geti fengið hæfa verjendur sér til stuðnings og segir það grundvallaratriði í réttarríkinu. „Það hafa allir rétt á því að fá skipaðan hæfan verjanda í íslensku dómskerfi og ríkissjóður ábyrgist þóknun til verjanda. Þetta er grundvallaratriði í réttarríkinu hér á landi og verjendurnir mega treysta því að þeir fá sína þóknun greidda úr ríkissjóði. Þessu er til að mynda öðruvísi farið í Bandaríkjunum. Á þetta minnist Arnar ekki í grein sinni. Eina ráðið til að mæta fjölmennri og öflugri vörn er að efla ákæruvaldið. Ég hef lengi haft þá skoðun að það þurfi að leggja meiri fjármuni til ákæruvaldsins en ég er alls ekki sammála því að íslenskir dómstólar séu ekki í stakk búnir til þess að taka á stórum málum." „Ég svara ekki spurningum varðandi þetta," var það eina sem Björn Bjarnason sagði við Fréttablaðið þegar leitað var eftir viðbrögðum hjá honum. Bogi Nilsson ríkissaksóknari var ekki tilbúinn til þess að tjá sig um þau málefni sem Arnar fjallar um í grein sinni en sagði: „Arnar verður að fá að standa undir þessum skrifum sjálfur." Innlent Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira
Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra, segir íslenska dómstóla ekki í stakk búna til að taka á stórum og flóknum efnahagsbrotamálum eins og Baugsmálinu. „Mér finnst það hafa komið í ljós að dómstólar, líkt og kerfið á öllum stigum, séu ekki búnir til þess að taka á stórum málum eins og Baugsmálinu. Það vantar reynslu og þekkingu en sem betur fer koma stór og flókin mál sjaldan upp. Reynslan sýnir það erlendis frá að það hefur þurft umfangsmikil mál til þess að koma auga á ýmsa vankanta á kerfinu. Það hefur orðið hröð þróun í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi og það eru ýmsir þættir sem kerfið þarf að laga sig að. Ég tel nauðsynlegt að ræða um þessa þætti opinberlega og opinskátt." Freyr Ófeigsson, dómstjóri Héraðsdóms Norðurlands eystra og varaformaður í dómstólaráði, vísar því alfarið á bug að dómstólar á Íslandi ráði ekki við stór mál. „Ég vísa því alfarið á bug að dómstólar ráði ekki við stór og flókin mál sem koma til kasta þeirra. Ég kannast ekki við að það séu dómstólar sem ekki ráði við Baugsmálið. Mér finnst það ámælisvert að dómarar fái aðdróttanir eins og þessar frá lögreglu." Arnar segir í grein í Morgunblaðinu í gær, sem ber heitið Atlaga úr hulduheimi - Jón og séra Jón, að mikill munur sé „á rannsóknum og meðferð mála sem snúa að ríkum eða valdamiklum sakborningum annars vegar og hinna „venjulegu" hins vegar." Vitnar hann til Baugsmálsins í því samhengi. Í greininni segir einnig að hér á landi „séu réttarreglur sem eigi að vera nægilega traustar til þess að tryggja að allir fái sömu réttlátu málsmeðferðina, hvort sem um er að ræða auðmann, fjölmiðlakóng, einstætt foreldri eða öryrkja. Hvort sem á í hlut Jón eða séra Jón. Baugsmálið er dæmi um að svo er ekki. Þessi þróun er óþolandi og ég kalla á viðbrögð yfirvalda þessa lands." Eiríkur Tómasson, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands, hafnar því alfarið að íslenskir dómstólar séu ekki nægilega vel í stakk búnir til þess að taka á stórum málum. Hann segir íslenskt dómskerfi gera ráð fyrir því að allir geti fengið hæfa verjendur sér til stuðnings og segir það grundvallaratriði í réttarríkinu. „Það hafa allir rétt á því að fá skipaðan hæfan verjanda í íslensku dómskerfi og ríkissjóður ábyrgist þóknun til verjanda. Þetta er grundvallaratriði í réttarríkinu hér á landi og verjendurnir mega treysta því að þeir fá sína þóknun greidda úr ríkissjóði. Þessu er til að mynda öðruvísi farið í Bandaríkjunum. Á þetta minnist Arnar ekki í grein sinni. Eina ráðið til að mæta fjölmennri og öflugri vörn er að efla ákæruvaldið. Ég hef lengi haft þá skoðun að það þurfi að leggja meiri fjármuni til ákæruvaldsins en ég er alls ekki sammála því að íslenskir dómstólar séu ekki í stakk búnir til þess að taka á stórum málum." „Ég svara ekki spurningum varðandi þetta," var það eina sem Björn Bjarnason sagði við Fréttablaðið þegar leitað var eftir viðbrögðum hjá honum. Bogi Nilsson ríkissaksóknari var ekki tilbúinn til þess að tjá sig um þau málefni sem Arnar fjallar um í grein sinni en sagði: „Arnar verður að fá að standa undir þessum skrifum sjálfur."
Innlent Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira