Ekki mesta hætta á vopnuðum árásum 4. nóvember 2006 19:00 Alyson Balies, yfirmaður Friðarrannsóknarstofnunarinnar SIPRI í Stokkhólmi. MYND/Vilhelm Gunnarsson Yfirmaður friðarrannsóknarstofnunarinnar í Stokkhólmi segir að í stað þess að hugsa um hvað geti komið í staðinn fyrir samstarf Íslendinga við Bandaríkjamenn í varnarmálum eigi að leita leiða til að styrkja það. Hún segir öryggisógnir gagnvart Íslandi síður tengdar vopnbeitingu en frekar vera á sviði efnahags- og umhverfismála. Það var Alþjóðasamfélagið, nýtt félag meistaranema í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands, sem efni til málþingsins í Þjóðminjasafninu í dag. Yfirskriftin var: Tímamót: Valkostir Íslands í öryggis- og varnarmálum. Meðal fyrirlesara var Alyson Bailes, yfirmaður Friðarrannsóknarstofnunarinnar SIPRI í Stokkhólmi. Bailes telur að frekar en að spyrja hvað geti komið í staðinn fyrir varnarsamvinnu við Bandaríkjamenn eigi að finna leiðir til að styrkja það í gegnum samvinnu á öðrum vettvangi samhliða. Hvað ógnir gagnvart Íslandi varðar segir Alyson vitað að afar lítil hætta sér á innrás herja í öryggissamfélagi nútímans en það þýði þó ekki steðji hætta af vopnuðum mönnum, hryðjuverkamönnum eða skemmdarvörgum. Hún telur þó vopnaða árás ekki mestu hættuna nú, og jafnvel í raun tiltölulega litla. Hún telur þó að eins og allir Evrópubúar, og reyndar íbúar Norður-Ameríku, standi Íslendingar frammi fyrir hugsanlegum vandræðum varðandi lög og reglu og öryggi innanlands. Það séu vandamál varðandi innflytjendur og landamæraeftirlit. Það þurfi að gæta þess að fást við það á jákvæðan hátt, án þess að skaða öryggishagsmunina. Það séu og vandamál hvað varði orkuöryggi, kannski ekki svo mjög gagnvart Íslendingum sjálfum heldur að því er snýr að vinum og bandamönnum þeirra og birgðasölum. Svo sé ógn tengd efnahagslegt öryggi. Sumar hliðar íslensks efnahagslífs séu mjög berskjaldaðar fyrir erlendum áhrifum eins og hafi sést í nýlegri fjármálakreppu. Síðast en ekki síst sé það umhverfi og loftslag. Alyson Bailes segir ekkert athugavert við það að leynd hvíli yfir varnaráætlun Bandaríkjamanna hvað Ísland varði, en sú staðreynd var rædd á málþinginu í dag. Hún segir það ekki ósvipað því sem gerist í öðrum löndum. Ætla megi að í áætluninni sé gert ráð fyrir liðsflutningum og aðgerðum ef hættuástand skapist. Fréttir Innlent Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
Yfirmaður friðarrannsóknarstofnunarinnar í Stokkhólmi segir að í stað þess að hugsa um hvað geti komið í staðinn fyrir samstarf Íslendinga við Bandaríkjamenn í varnarmálum eigi að leita leiða til að styrkja það. Hún segir öryggisógnir gagnvart Íslandi síður tengdar vopnbeitingu en frekar vera á sviði efnahags- og umhverfismála. Það var Alþjóðasamfélagið, nýtt félag meistaranema í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands, sem efni til málþingsins í Þjóðminjasafninu í dag. Yfirskriftin var: Tímamót: Valkostir Íslands í öryggis- og varnarmálum. Meðal fyrirlesara var Alyson Bailes, yfirmaður Friðarrannsóknarstofnunarinnar SIPRI í Stokkhólmi. Bailes telur að frekar en að spyrja hvað geti komið í staðinn fyrir varnarsamvinnu við Bandaríkjamenn eigi að finna leiðir til að styrkja það í gegnum samvinnu á öðrum vettvangi samhliða. Hvað ógnir gagnvart Íslandi varðar segir Alyson vitað að afar lítil hætta sér á innrás herja í öryggissamfélagi nútímans en það þýði þó ekki steðji hætta af vopnuðum mönnum, hryðjuverkamönnum eða skemmdarvörgum. Hún telur þó vopnaða árás ekki mestu hættuna nú, og jafnvel í raun tiltölulega litla. Hún telur þó að eins og allir Evrópubúar, og reyndar íbúar Norður-Ameríku, standi Íslendingar frammi fyrir hugsanlegum vandræðum varðandi lög og reglu og öryggi innanlands. Það séu vandamál varðandi innflytjendur og landamæraeftirlit. Það þurfi að gæta þess að fást við það á jákvæðan hátt, án þess að skaða öryggishagsmunina. Það séu og vandamál hvað varði orkuöryggi, kannski ekki svo mjög gagnvart Íslendingum sjálfum heldur að því er snýr að vinum og bandamönnum þeirra og birgðasölum. Svo sé ógn tengd efnahagslegt öryggi. Sumar hliðar íslensks efnahagslífs séu mjög berskjaldaðar fyrir erlendum áhrifum eins og hafi sést í nýlegri fjármálakreppu. Síðast en ekki síst sé það umhverfi og loftslag. Alyson Bailes segir ekkert athugavert við það að leynd hvíli yfir varnaráætlun Bandaríkjamanna hvað Ísland varði, en sú staðreynd var rædd á málþinginu í dag. Hún segir það ekki ósvipað því sem gerist í öðrum löndum. Ætla megi að í áætluninni sé gert ráð fyrir liðsflutningum og aðgerðum ef hættuástand skapist.
Fréttir Innlent Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira