Milljarða fjárveiting nær ekki til aldraðra 4. nóvember 2006 09:00 Ríkið greiðir dvalar- og hjúkrunarheimilum hér á landi yfir 15 milljarða króna til reksturs án þess að skilgreina hvaða þjónustu það fær í staðinn. Þar sem engir þjónustusamningar hafa verið gerðir um hvernig þessu fé skal varið geta stjórnendur þessara stofnana farið með féð að vild. Á meðan slíkir samningar hafa ekki verið gerðir hafa engar reglur verið brotnar. Þetta kom fram í máli Dagbjartar Þyrí Þorvarðardóttur, hjúkrunarfræðings og fyrrverandi hjúkrunarforstjóra Hrafnistuheimilanna, á námstefnu Öldrunarfræðafélags Íslands. Dagbjört Þyrí segir að ekkert muni breytast til batnaðar í þjónustu við aldraða fyrr en ríkið gerir þjónustusamninga við öll dvalar- og hjúkrunarheimili. Hún nefnir dæmi. „Ríkið greiðir jafn mikið fyrir einstakling sem fær einbýli og þann sem fær fjölbýli. Ríkið greiðir einnig jafn mikið fyrir einstakling sem fær fimm hjúkrunarstundir á sólarhring og einstakling sem fær eina hjúkrunarstund á sólarhring.“ Á dvalarheimilum Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði eru 340 rými og heimilið hefur leyfi fyrir 150 einstaklinga á hjúkrunargjöldum á dvalarheimilinu. Þannig er heimilið að fá hjúkrunardaggjöld greidd frá ríkinu fyrir um 150 einstaklinga sem búa á dvalarheimilum Hrafnistu en þau eru um átta þúsund krónum hærri á sólarhring en daggjöld greidd fyrir dvalarheimilisrými. Á sama tíma þurfa önnur heimili sem eingöngu eru hjúkrunarheimili að veita fjórar til fimm hjúkrunarklukkustundir á sólarhring fyrir sömu daggjöld. Dagbjört Þyrí staðfestir þetta. „Það er ljóst að þeir öldruðu sem dvelja á deildum dvalarheimilis eins og Hrafnistu, en eru metnir í þörf fyrir hjúkrunarrými, eru ekki að fá þá þjónustu sem ríkið greiðir fyrir eða þá þjónustu sem þeir þarfnast.“ Innlent Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
Ríkið greiðir dvalar- og hjúkrunarheimilum hér á landi yfir 15 milljarða króna til reksturs án þess að skilgreina hvaða þjónustu það fær í staðinn. Þar sem engir þjónustusamningar hafa verið gerðir um hvernig þessu fé skal varið geta stjórnendur þessara stofnana farið með féð að vild. Á meðan slíkir samningar hafa ekki verið gerðir hafa engar reglur verið brotnar. Þetta kom fram í máli Dagbjartar Þyrí Þorvarðardóttur, hjúkrunarfræðings og fyrrverandi hjúkrunarforstjóra Hrafnistuheimilanna, á námstefnu Öldrunarfræðafélags Íslands. Dagbjört Þyrí segir að ekkert muni breytast til batnaðar í þjónustu við aldraða fyrr en ríkið gerir þjónustusamninga við öll dvalar- og hjúkrunarheimili. Hún nefnir dæmi. „Ríkið greiðir jafn mikið fyrir einstakling sem fær einbýli og þann sem fær fjölbýli. Ríkið greiðir einnig jafn mikið fyrir einstakling sem fær fimm hjúkrunarstundir á sólarhring og einstakling sem fær eina hjúkrunarstund á sólarhring.“ Á dvalarheimilum Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði eru 340 rými og heimilið hefur leyfi fyrir 150 einstaklinga á hjúkrunargjöldum á dvalarheimilinu. Þannig er heimilið að fá hjúkrunardaggjöld greidd frá ríkinu fyrir um 150 einstaklinga sem búa á dvalarheimilum Hrafnistu en þau eru um átta þúsund krónum hærri á sólarhring en daggjöld greidd fyrir dvalarheimilisrými. Á sama tíma þurfa önnur heimili sem eingöngu eru hjúkrunarheimili að veita fjórar til fimm hjúkrunarklukkustundir á sólarhring fyrir sömu daggjöld. Dagbjört Þyrí staðfestir þetta. „Það er ljóst að þeir öldruðu sem dvelja á deildum dvalarheimilis eins og Hrafnistu, en eru metnir í þörf fyrir hjúkrunarrými, eru ekki að fá þá þjónustu sem ríkið greiðir fyrir eða þá þjónustu sem þeir þarfnast.“
Innlent Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira